Ofnréttur með hakki

Hér kemur einn af uppáhaldsréttum okkar. Upphaflega kom hann til þegar við vorum að finna nýjar leiðir að nota hreindýrahakk en það má gjarnan nota þessa uppskrift með nautahakki. Hreindýrahakkið er svo dásamlega bragðmikið að óþarfi er að nota mikil af kryddi en þegar nautahakk er notað er gott að krydda svolítið. Þá nota ég […]

Read More

Bakaðar kartöflur í andafitu

Þessar kartöflur eru hreinn unaður. Margir eru þessa dagana að kaupa niðurlögð andarlæti í fitu, “Confit du canard”  og er upplagt að nota afgangs fituna til að elda kartöflurnar. Kartöflurnar passa með öndinni en líka með allskonar fínum kjötréttum. Mikilvægt er að sjóða þær fyrst því þá kemur þessi dásamlega áferð, hörð skorpa að utan en […]

Read More

Sykurbrúnaðar kartöflur

Ófáir útlendingar hafa lært að gera sykurbrúnaðar kartöflur á námskeiðum hjá okkur í Salt Eldhúsi. Öllum finnst þeim þær hið mesta hnossgæti og virðist þetta vera óþekkt fyrirbæri erlendis sér í lagi vestanhafs. Okkur hér heima þykir mörgum þessar gómsætu kartöflur ómissandi með jólasteikinni. Margar uppskriftir eru til af þeim og virðist hvert heimili hafa […]

Read More

kimchi pönnukökur

Hér er uppskrift að yndislega góðum hádeigismat. Kimchi er hægt að nota í ýmsa rétti og þessi pönnukaka er bæði holl og mettandi. Ég legg til kartöflur í pönnukökuna en það er nú bara af því að ég á oft afgangskartöflur í ísskápnum, hér á bæ er engu hent. Í staðin fyrir kartöflur má nota […]

Read More

Kartöflusalat með kapers og ólífuolíu

Nú eru nýjar kartöflur í verslunum eða bara í garðinum hjá sumum forsjálum sælkerum og um að gera að dekra svolítið við þær. 700 g kartöflur 3 msk. rauðvínsedik eða annað gott edik ½ tsk. gott salt 5 msk. ólífuolía 2 msk kapers 2 msk. ferskar kryddjurtir, dill, steinselja eða basil nýmalaður pipar Sjóðið kartöflur […]

Read More

Smálúða með kapers og hvítvíni

Glænýtt smálúðuflak er fiskur sem okkur finnst við þurfa að matreiða með virðingu. Okkur finnst alltaf einfalt best og kapers, smjör og hvítvín gera þetta dásamlega hráefni að veislumat. Hér erum við með dæmigerða smjörsósu eins og þá sem er gjarnan löguð á veitingahúsum og er undurgóð með öllum fisk.  Fyrir 4 1 gott smálúðuflak, […]

Read More

Fersk tindabikkja (skötubörð) með kartöflusalati og rouille-sósu

Fersk tindabikkja (skötubörð) hefur ekki mikið verið á borðum landsmanna þó staðreyndin sé sú að hún veiðist við Íslandsstrendur. Flestir hafa þó smakkað hana kæsta. Mér skilst á fisksalanum okkar í Salt Eldhúsi, að mjög erfitt sé að roðrífa þennan fisk og það þurfi að gera strax eftir að hann er veiddur og hefðin ekki […]

Read More

Bixímatur

Amma mín gerði besta bixímat í heimi. Hún vissi að það er lykilatriði í góðu bixí að saxa allt mjög smátt og gefa grænmetinu tíma til að samlagast hverju fyrir sig á pönnunni. Það sem ég síðan bætti við og er mitt “leynitrix” er mangó chutney. Það gefur mjög gott sætt kryddað bragð. Ég brytja […]

Read More

Plokkfiskur

Plokkfiskur er uppáhald margra og ágætis leið til að nota afganga af fisk og/eða kartöflum. Hér er líka uppskrift að bernaise-sósu sem er svona hátíðaútgáfan af þessum hversdagslega rétt. Þá er gott að hita ofninn í 180°C og e.t.v. sáldra svolitlu af rifnum ost ofan á og baka allt saman í 10-15 mín.  Plokkfiskur Fyrir […]

Read More

Hasselback kartöflur

Gott meðlæti setur alltaf punktinn yfir i-ið og þessar kartöflur eru svo sannalega fyrirhafnarinnar virði, bæði fallegar og undurgóðar. Hér eru stórar bökunarkartöflur notaðar en það má líka nota litlar kartöflur og þá er bökunatíminn styttri og líka má skera bökunarkartöflur í tvennt ef þær eru mjög stórar. 4 kartöflur (800 g) 60 g smjör, […]

Read More