Íslenska rjómatertan

Sumarið hjá okkur í Salt Eldhúsi einkennist af því að kynna íslenskar matarhefðir fyrir ferðamönnum sem koma til Íslands og langar að fræðast um mat og menningu. Oftar en ekki berst talið að sætindunum og margir fara heim til sín með uppskriftir að ýmsu góðgæti eins og kornflextertu sem sérstaklaga Ameríkanar eru mjög spenntir fyrir. […]

Read More

Franskur karamellubúðingur – Creme caramel

Franskara verður það varla ! Þessi karamellubúðingur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Við kynntumst þessum flauelsmjúka og sæta búðing þegar við bjuggum í Frakklandi. Þar í landi er hann jafnalgengur á eftirréttaseðli á veitingahúsum og súkkulaðikaka hér á landi ( sem sagt… alltaf). Í stórmörkuðum þar er síðan hægt að fá allskonar útgáfur.En…….það […]

Read More

Appelsínukaka með möndlum

Ég á margar uppskriftir af appelsínukökum, hef safnað þeim að mér gegnum árin og er alltaf að leita að þeirri einu réttu sem er best. Þetta er svona svipað og með leitina að bestu súkkulaðikökunni, hún stendur ennþá yfir og er góð átylla að vera sífellt að prófa eitthvað nýtt. Þessi appelsínukaka sem ég gef […]

Read More

Allt um egg

# Gott að vita að stærð á eggjum með skurn flokkast í meigindráttum í fjóra flokka lítil, meðalstór,  stór og mjög stór. Lítil egg eru oft 42-50 g á stærð, meðal eru 50-56, stór eru 56-63 og mjög stór eru 63-70. Vigtin er ekki alveg nákvæm en nógu nákvæm til að gefa hugmynd um stærðarmuninn. Það […]

Read More

Spagetti carbonara

Spagetti carbonara er einn af þeim réttum sem getur verið eins góður vel lagaður og vondur þegar illa tekst til. Ofsoðið pasta syndandi í rjómasósu er kannski minning einhverra um þennan fræga pastarétt en rétt lagaður er hann hreinn unaður. Við notum gjarnan pancetta ef það er fáanlegt en það er söltuð grísasíða, gott er […]

Read More

kimchi pönnukökur

Hér er uppskrift að yndislega góðum hádeigismat. Kimchi er hægt að nota í ýmsa rétti og þessi pönnukaka er bæði holl og mettandi. Ég legg til kartöflur í pönnukökuna en það er nú bara af því að ég á oft afgangskartöflur í ísskápnum, hér á bæ er engu hent. Í staðin fyrir kartöflur má nota […]

Read More

eggjabrauð

Eggjabrauð eða holubrauð er oft eldað fyrir starfsfólk Salt Eldhúss í hádeiginu. Þetta gómsæta brauð hefur fylgt mér frá því ég var unglingur og stendur alltaf fyrir sínu. Brauðið er mjög gott á einfaldan máta bara með osti en er alltaf hægt að gera matarmeira með því að kíkja eftir afgöngum í ísskápinn. Nú eru […]

Read More

Hrærð egg með indverskum kryddum

Hér er uppskrift að dásamlegri eggjahræru sem er vel krydduð. Hún er svo góð að búið er að líma hana inn á skápinn í eldhúsinu svo allir heimilismeðlimir geti gert sér eitthvað gómsætt með lítilli fyrirhöfn. Upprunalega var uppskriftin með tofu og fyrir þá sem ekki borða egg er það alveg gráupplagt. 4 egg 2 […]

Read More