Grilluð lúðusteik með Beurre blanc

Stórlúða er fyrir mig eins og góð steik. Vel elduð þarf ekkert meira en gott salt og nýmalaðan pipar til að heiðra hana. Franska klassíkin er aldrei langt undan hjá okkur í Salt Eldhúsi og þessi smjörsósa er að mínu mati algjör drottning og mín uppáhalds. Lúðan, eins heiðarleg og dásamleg og hún er, ekkert […]

Read More

Humarsúpa

Humarsúpa er eitt af því sem tekur svolítið langan tíma að útbúa ef maður lagar hana frá grunni og gerir soðið sjálfur. Við í Salt Eldhúsi eru dyggir stuðningsmenn þess að eyða tíma í svoleiðis lagað enda engin leið að lýsa því hversu góð hún er og launar svo sannarlega allt erfiðið. Fyrir 4-6 1 […]

Read More

Smálúða með kapers og hvítvíni

Glænýtt smálúðuflak er fiskur sem okkur finnst við þurfa að matreiða með virðingu. Okkur finnst alltaf einfalt best og kapers, smjör og hvítvín gera þetta dásamlega hráefni að veislumat. Hér erum við með dæmigerða smjörsósu eins og þá sem er gjarnan löguð á veitingahúsum og er undurgóð með öllum fisk.  Fyrir 4 1 gott smálúðuflak, […]

Read More

Mömmu fiskbollur með lauksmjöri

Heimalagaðar fiskbollur eru mikið lostæti. Ekki eru þó allir á sama máli því ég var með 7 ára stubb í mat um daginn og sá þrætti við mig um að það væri hægt að “búa til ”fiskbollur. “Maður kaupir þær” sagði sá stutti ákveðinn. Ég sagði honum að þegar ég var lítil var ekki hægt […]

Read More

Fersk tindabikkja (skötubörð) með kartöflusalati og rouille-sósu

Fersk tindabikkja (skötubörð) hefur ekki mikið verið á borðum landsmanna þó staðreyndin sé sú að hún veiðist við Íslandsstrendur. Flestir hafa þó smakkað hana kæsta. Mér skilst á fisksalanum okkar í Salt Eldhúsi, að mjög erfitt sé að roðrífa þennan fisk og það þurfi að gera strax eftir að hann er veiddur og hefðin ekki […]

Read More

Möndlusteikt bleikja

Íslensk bleikja er dásamlegur matur og hráefni sem má matreiða á ótal vegu.  Steikt með möndluflögum eins og uppskriftin hér að neðan er hún ótrúlega djúsí og góð. Algerlega okkar uppáhald. Fyrir 4 2-4 bleikjuflök eftir stærð (u.þ.bl. 800 g samtals ) 50 g möndluflögur 2 msk. hveiti 2 msk. olía 2 msk. smjör salt og nýmalaður […]

Read More

Saltfiskhnakkar með mjúkri tómatsósu og brúnuðu smjöri

Saltfiskur er okkar uppáhald. Við í Salt Eldhúsi vöndumst því að fá soðin saltfisk með kartöflum, rófum og smjöri í hádeginu á hverjum laugardegi í uppvextinum. Mér fannst stemming í því þegar pabbi setti fiskinn í bleyti á föstudagskvöldi og vissi að hann hlakkaði til að njóta hans daginn eftir, þá var fiskurinn nær eingöngu […]

Read More

Smálúða með vínberjum

Segja má að það sé óvenjuleg samsetning að borða ávexti og fisk saman en hið ljúfa bragð af smálúðunni fer mjög vel með vínberjunum og rúsínum. Þetta er kannski svolítill óður til lúðusúpunar hennar ömmu sem mér fannst góð. Rétturinn er mjög fljótlegur og tilvalinn gestaréttur. Ég ber yfirleitt kartöflur fram með en kús-kús, hrísgrjón […]

Read More

Þorskhnakki með krydduðum smjörbaunum

Þorskhnakkar eru að mínu mati eitt af því besta sem til er. Þá má matreiða á óteljandi vegu og er þessi uppskrift, hnakki með baunum oft á matseðlinum. Uppskriftin er síbreytileg og fer bara eftir því hvað leynist í ísskápnum og hvort í boði sé að hafa spariúrgáfuna sem er þá borin fram með brúnuðu […]

Read More

Plokkfiskur

Plokkfiskur er uppáhald margra og ágætis leið til að nota afganga af fisk og/eða kartöflum. Hér er líka uppskrift að bernaise-sósu sem er svona hátíðaútgáfan af þessum hversdagslega rétt. Þá er gott að hita ofninn í 180°C og e.t.v. sáldra svolitlu af rifnum ost ofan á og baka allt saman í 10-15 mín.  Plokkfiskur Fyrir […]

Read More