Bláberjabaka

Fyrir 8-10 Hér er uppskrift sem má leika með á ýmsa vegu. Í þetta sinn notaði ég bláber en það má nota hvaða ávexti sem er, epli, perur, plómur, rabarbara eða önnur ber. Hér annarstaðar á blogginu eru kenndar ýmsar aðferðir til að gera góða bökuskel en það er lítill vandi og eitthvað sem allir […]

Read More

Kjötbaka með öli

Nú fer næsta deignámskeið að nálgast hjá okkur í Salt Eldhúsi og hef ég verið mjög ánægð hvað námskeiðið hefur verið vel sótt og margir til í að læra meira um deig og verða betri í að baka. Á námskeiðinu lærum við að gera auðvelt smjördeig og hér er ein tillaga að því hvernið má […]

Read More

Pizzaladiere – laukbaka frá Provence

Víða í Frakklandi eiga borgir sér sérstakan mat eða köku sem er einkenni borgarinnar. Í Nice í Suður-Frakklandi er þessi laukbaka allsstaðar í boði og í mörgum útgáfum. Pitsubotninn er ýmist brauðdeig, bökudeig eða smjördeig og allar útgáfur góðar. Fyrir þá sem hafa komið á “Deig” námskeiðið hjá okkur er hér komin uppskrift þar sem […]

Read More

Súkkulaði-banana baka

8×8 cm eða 1 x22-24 cm Bökuskel: 180 g hveiti 3 msk. flórsykur 100 g kalt smjör í bitum 1 eggjarauða 3 msk.  ískalt vatn Hitið ofninn í 180°C. Setjið hveitið og sykur í skál, myljið smjörið saman við þar til smjörið er eins og smáar baunir. Önnur aðferð er að setja hveiti og smjör […]

Read More

Eplasmjörhorn

Eplasmjörhorn eru vinsæl víða um heim. Frakkar kalla þau “Chausson aux pommes” og fást þau í öllum bakaríum sem taka sig alvarlega þar í landi. Í Englandi kallast þau “Apple turnovers” og þykir þar gamaldags bakkelsi eins og amma gerði. Bökuð með heimagerðu smjördeigi eins og kennt er að gera á námskeiðinu “DEIG” hjá okkur […]

Read More

Frönsk eplabaka – Tarte fine aux pommes

Eplakaka eins og Frakkar vilja hafa hana, epli epli epli, það er það sem þessi baka stendur fyrir. Botninn er smjördeig, eitt af því sem er kennt að gera á “deig” námskeiðinu hjá okkur. Frábær með örlítið sættum sýrðum rjóma. 8-10 sneiðar 200 g smjördeig 3-4 epli, Granny Smith magn fer eftir stærð 200 g […]

Read More

pasteis de nata

Einhver bið verður enn á því að við ferðumst til Portúgal en ferðalög eru þó núna handan við hornið. Þessi sætabrauð sem eru smjördeigsbökur með vanillu- rjómafyllingu eru stolt Portúgala. Í Lissabon er bakarí sem heitir Pastis de Belem þar sem byrjað var að framreiða þessi sætabrauð árið 1837. Bakaríið er enn í fullu fjöri […]

Read More

Vanillukrem – Creme pattisiere

Hér er uppskrift að vanillukremi sem er notað í hina ýmsu eftirrétti og kökur eins og triffli, franska jarðaberjaböku, krem í vatnsdeigskökur, í vínarbrauð og ótal margt fleira. Uppskrift gerir 640 g tilbúið krem en það er t.d. nóg til að setja í botninn á bakaðri bökuskel og raða síðan annað hvort jarðaberjum eða öðrum […]

Read More

Frönsk eplabaka – Tarte aux Pommes

Frönsk eplabaka er í boði á matseðli á næstum hverju kaffihúsi í París og einnig á fjölmörgum veitingastöðum. Frakkar elska eplabökur en mjög mismunandi er hvernig þær eru útfærðar. Einfaldasta útgáfan er bökubotn með ríkulega af eplum, smurð með apríkósugljáa önnur er bökubotn, eplamauk, epli og gljái ofan á. Hér er uppskrift að eplaböku með […]

Read More

Peru-súkkulaðibaka

Þessi fallega Franska baka er uppáhald allra tíma og sú baka sem ég hef líklega oftast verið beðin að koma með í Pálínuboð fyrir utan spínatbökuna sem er hér annarstaðar á blogginu. Hún er ekki of sæt og með dásamlegu súkkulaði-vanillubragði á móti perunum. Getur verið eftirréttur á eftir léttri máltíð eða bara með kaffibolla […]

Read More