Um okkur

Salt Eldhús er kennslueldhús sælkerans. Í Salt Eldhúsi er boðið upp á skemmtilegar, matartengdar upplifanir með gagnvirkri kennslu. Í boði er fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða, fyrsta flokks aðstaða og frábærir kennarar. Við bjóðum líka upp á einkanámskeið fyrir hópa og fyrirtæki.

Eigendur Salt Eldhúss eru þau Sigríður Björk Bragadóttir matreiðslumaður og Sigurður Grendal Magnússon viðskiptafræðingur. Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.