Ég er nýkomin frá Frakklandi og þar eru allir að fá sér Croque monsieur á bistróum og veitingahúsum með léttan mat. Frakkar borða eftir árstíðum og nú eru súpur og bráðinn ostur vinsælt í kuldanum eins og hér heima. Brauðið eða samlokan er ekta bistro-matur og á sér langa sögu. Í byrjun árs 1900 var […]
Einhver bið verður enn á því að við ferðumst til Portúgal en ferðalög eru þó núna handan við hornið. Þessi sætabrauð sem eru smjördeigsbökur með vanillu- rjómafyllingu eru stolt Portúgala. Í Lissabon er bakarí sem heitir Pastis de Belem þar sem byrjað var að framreiða þessi sætabrauð árið 1837. Bakaríið er enn í fullu fjöri […]
Námskeiðin okkar í Marokkóskri matargerð eru mjög vinsæl enda Marokkó þekkt fyrir matarmenningu sína um heim allan. Þar í landi eru gjarnan notaðir leirpottar sem eru kallaðir “tagine” til matargerðar. Í þessum pottum eru matreiddir dýrindis kjöt-fisk- og grænmetisréttir þar sem þeir nota spennandi kryddsamsetningar og gjarnan þurrkaða ávexti, sér í lagi með lambakjöti. Hér […]
Á námskeiðum okkar í matargerð Mið-Austurlanda bjóðum við gjarnan upp á myntute í lok námskeiðs. Hér er uppskriftin, hún er löguð að smekk okkar Íslendinga og er ekki nærri því eins dísætt og það te sem er boðið upp á í þessum heimshluta en gott eigi að síður. 1 msk. grænt kínverskt te helst gunpowder […]
Brick Lane markaðurinn í London er mjög skemmtilegur heim að sækja. Í hverfinu sem markaðurinn er, sem er í austurhluta borgarinnar, hefur verið haldin bændamarkaður síðan á nítjándu öld. Hverfið var gjarnan kallað „the dodgy end“ þ.e. vafasami hluti London. Síðari ár sóttu síðan innflytjendur aðallega frá Banglades, í ódýr húsakynni og hreiðruðu þar um […]
Ein af skemmtilegustu kryddbúðunum í París, að okkar mati, er Israel. Þessi litla búð þar sem allt milli himins og jarðar fæst í er í 4 hverfi rétt neðan við Rue Rivoli. Hér er hægt að finna vörur frá Mið-Asturlöndum og Miðjarðarhafslöndunum en líka allskonar krydd, sósur og fleira sem erfitt er að finna annarstaðar. […]
Er eitthvað franskara en frönsk makróna ? Nafnið makróna eða macaroner er líklega dregið af ítalska orðinu maccarone sem er dregið af sögninni ammaccare og þýðir að kremja ( vísað í malaðar möndlur). Margar tilgátur eru uppi um uppruna þessa gómsætu litlu köku. Sumir halda því fram að ítalskur bakari við hirð Catherine de´Médici hafi bakað makrónu […]
Nú er tíminn til að njóta nýrrar uppskeru og blómkál er okkar uppáhald, nýsoðið með smjöri og salti. Blómkál tekur mjög vel við kryddi og er gott að gera salöt úr því. Þessi uppskrift er upprunalega frá Ottolengi en er aðeins einfölduð hér. Að okkar mati er þetta besta blómkálssalatið. Það er líka svo […]