80 stk. Margir eiga sínar uppákaldssmákökur og tengjast þær gjarnan æskuminningum. Hér áður fyrr var sterk hefð fyrir smákökubakstri fyrir jól enda ekki úrval af smákökum í verslunum eins og í dag. Byrjað var að baka kökurnar um miðjan nóvember og þær settar í blikkbox og límband sett á samskeytin á lokinu svo óboðnir gestir […]
50-60 stk Þær eru sannarlega eins og koss þessar ljúfu smákökur með Ítalska bragðinu sem eru ættaðar frá Piedmont á Ítalíu. Ítalir elska bragð af ristuðum heslihnetum og uppáhaldsísinn þeirra “gianduja” er einmitt heslihnetuís. Mikilvægt er að rista hneturnar en við það verða þær alveg dásamlega góðar. 250 g smjör, mjúkt 120 g flórsykur 1 […]
Mörgum finnst sörubakstur vera flókið mál enda hér á ferðinni tvö grunnatriði í bökunarlist, marensbakstur og franskt smjörkrem. Hvorutveggja er gott að kunna ef manni langar að vera flinkur bakari og sú kunnátta nýtist í allskonar annan bakstur. Franskt smjörkrem er það sem er kennt sem grunnur í Franskri bökunarlist því hægt er að bragðbæta […]
Þessa dagana erum við að skoða gamlar uppskriftabækur og okkur finnast þessar kökur alltaf svo undurfallegar. Múrsteinar voru einar af mínum uppáhalds smákökum og ég á minningar um að borða fyrst kökuna allan hringinn og marensin síðast, namm ! Heyrði síðan af einni jafnöldru sem komst í kökudunkinn þegar hún var barn. Matur kallar oft […]
Þessar eru uppáhalds og engin jól án þeirra. Kökurnar: 125 g smjör 250 g síróp 125 g sykur 1 egg 500 g hveiti 1 tsk. engifer 1 tsk. matarsódi 1 tsk. kanell Hitið smjör, síróp og sykur saman að suðu. Setjið blönduna í hrærivélaskál. Kælið blönduna svolítið svo eggið soðni ekki þegar það fer út […]
Við í Salt Eldhúsi elskum smákökur með smjörbragði og reyndar allar gömlu góðu kökurnar sem voru bakaðar hér áður fyrr eins og spesíur, Bessastaðakökur, hálfmána, gyðingakökur, mömmukökur og þessa fallegu vanillukransa. Í þeim er ekta vanilla og malaðar möndlur sem passa undurvel við fínlega smjörbragðið. 250 g hveiti 125 g flórsykur 100 g afhýddar möndlur, […]
Bessastaðakökur voru bakaðar á Bessastöðum í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís segir kökurnar hafa verið bakaðar í sinni fjölskyldu frá því hún man eftir sér. Vigdís segir þær ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsen þegar hann bjó á Bessastöðum á síðari hluta 19. aldar. Ég tók með mér þessa uppskrift þegar ég flutti til Bessastaða […]