Fyrir 2 Við í Salt Eldhúsi sendum myndband af lambakótelettum út í kosmósið nú í janúarmánuði og fengum heldur betur viðbrögð við því. Við fréttum að þó nokkrum matgæðingum sem fannst gott að láta minna sig á þennan rammíslenska rétt og elduðu og nutu í kjölfarið. Myrkrið í janúar er erfitt mörgum og um að […]
Námskeiðin okkar í Marokkóskri matargerð eru mjög vinsæl enda Marokkó þekkt fyrir matarmenningu sína um heim allan. Þar í landi eru gjarnan notaðir leirpottar sem eru kallaðir “tagine” til matargerðar. Í þessum pottum eru matreiddir dýrindis kjöt-fisk- og grænmetisréttir þar sem þeir nota spennandi kryddsamsetningar og gjarnan þurrkaða ávexti, sér í lagi með lambakjöti. Hér […]
Amma mín gerði besta bixímat í heimi. Hún vissi að það er lykilatriði í góðu bixí að saxa allt mjög smátt og gefa grænmetinu tíma til að samlagast hverju fyrir sig á pönnunni. Það sem ég síðan bætti við og er mitt “leynitrix” er mangó chutney. Það gefur mjög gott sætt kryddað bragð. Ég brytja […]
Í dag er kjötsúpudagurinn og vel við hæfi að setja inn uppskrift að þessari dásamlegu súpu. Erlendir ferðamenn koma til okkar í Salt Eldhús og læra að elda þessa þjóðlegu súpu og eru mjög hrifnir af lambakjötinu. Við hin sem erum alin upp á súpunni þykir verulega vænt um hana. Flest heimili (allavega það fólk […]
Matarmiklar súpur eru okkar uppáhald, sér í lagi á þessum árstíma. Í súpuna er gott að nota mjúkt lambakjöt og er í sjálfu sér hægt að nota hvaða bita sem er, lærvöðva, gúllas, fille eða prime. Fituríkir bitar eins og lamba-prime gerir hana feitari og er það í góði lagi ef maður hefur smekk fyrir […]
Er sumarið ekki að koma ? Þetta girnilega salat er alveg til þess fallið að bræða hjarta elskunnar þinnar og öll höfum við löngun til þess að dekra við hann eða hana. Nú þegar sumarið er á næsta leiti, jú jú það er að koma, er góð stemming í því að hafa þetta djúsí salat í […]