Eplasmjörhorn eru vinsæl víða um heim. Frakkar kalla þau “Chausson aux pommes” og fást þau í öllum bakaríum sem taka sig alvarlega þar í landi. Í Englandi kallast þau “Apple turnovers” og þykir þar gamaldags bakkelsi eins og amma gerði. Bökuð með heimagerðu smjördeigi eins og kennt er að gera á námskeiðinu “DEIG” hjá okkur […]
Eplakaka eins og Frakkar vilja hafa hana, epli epli epli, það er það sem þessi baka stendur fyrir. Botninn er smjördeig, eitt af því sem er kennt að gera á “deig” námskeiðinu hjá okkur. Frábær með örlítið sættum sýrðum rjóma. 8-10 sneiðar 200 g smjördeig 3-4 epli, Granny Smith magn fer eftir stærð 200 g […]
Frönsk eplabaka er í boði á matseðli á næstum hverju kaffihúsi í París og einnig á fjölmörgum veitingastöðum. Frakkar elska eplabökur en mjög mismunandi er hvernig þær eru útfærðar. Einfaldasta útgáfan er bökubotn með ríkulega af eplum, smurð með apríkósugljáa önnur er bökubotn, eplamauk, epli og gljái ofan á. Hér er uppskrift að eplaböku með […]
Nú eru námskeiðin að hefjast hjá okkur aftur eftir jólafrí sem var heldur langt að okkar mati. Við notuðum tímann vel og margar uppskriftir urðu til. Hér kemur ein dásamleg eplakaka fyrir helgina. Við erum alltaf veik fyrir eplakökum hér í Salt Eldhúsi sérstaklega þessa dimmu vetrarmánuði. Lyktin af nýbakaðri eplaköku er engu lík og […]
Ef þú átt eina uppskrift að eplaköku þá ætti þetta að vera hún. Víst er að það er alveg nauðsynlegt að kunna eina uppskrift að einni slíkri því nýbökuð eplakaka getur gert kraftaverk og látið hörðustu karlmenni geta breyst í mjúka bangsa, bara við kökuilminn. Þessi uppskrift er frekar hefðbundin og kemur frá vinkonu hennar […]