Hér er uppskrift að spennandi marens rúllutertu. Sítrónumauk má kaupa tilbúið en heimalagað er alltaf mun betra. Ég gef upp vigtina á hvítunum ef ske kynni að þið eigið þær til í frysti og líka vegna þess að eggin eru misstór og gott að vita að ein eggjahvíta í meðalstóru eggi vigtar yfirleitt 30 g. […]
Frakkar halda mikið upp á vatnsdeigið sem við hér heima notum í bolludagsbollur. Þeir gera allskyns flottar kökur og eftirrétti úr deiginu og leika með það á ýmsa vegu m.a. með því að setja stökkan topp ofan á það. Þeir kalla þessar bollur “Choux craquelin” Hér er uppskrift að þessum gómsætu bollum. Athugið að hér […]
Brauðsúpa er einn af þeim réttum sem margir eiga æskuminningar um, slæmar eða góðar. Að mínu mati er vel elduð brauðsúpa eitt af því besta sem til er og mikilvægt að varðveita kunnáttuna. Flestar þjóðir eiga spennandi rétti þar sem brauðafgangar eru nýttir og þar sem rúgbrauð var almennt til á heimilum hér áður fyrr […]
Á nokkrum námskeiðum hjá okkur í Salt Eldhúsi eins og Marokkóska námskeiðinu og Mezze smáréttir Mið-Austurlanda notum við saltar sítrónur í matargerðina. Í löndunum að botni Miðjarðahafs er algengt að nota þessar salt-súru sítrónur sem krydd og gefa þær mjög spennandi bragð í matinn. Auðvelt er að gera þær sjálfur en hafa þarf í huga […]
Góðir pastaréttir eru gersemi í matreiðslubók heimilissins. Á tímabili tók ég upp á því að elda nýjan pastarétt í hverri viku og safnaði að mér mörgum góðum pastaréttum sem ég gríp reglulega í. Einn af þeim pastaréttum birtist hér. Ég bendi á að lykilatriðu, fyrir utan að rista valhneturnar sem fær bragðið fram í þeim, […]