Bláberjabaka

Fyrir 8-10

Hér er uppskrift sem má leika með á ýmsa vegu. Í þetta sinn notaði ég bláber en það má nota hvaða ávexti sem er, epli, perur, plómur, rabarbara eða önnur ber. Hér annarstaðar á blogginu eru kenndar ýmsar aðferðir til að gera góða bökuskel en það er lítill vandi og eitthvað sem allir geta gert. Á “deig” námskeiðinu í Salt Eldhúsi er meðal annars kennt að gera góða bökuskel.

1 bökuskel :

180 g hveiti

4 msk. flórsykur

100 g smjör í bitum

1 eggjarauða

2 msk. ískalt vatn

Setjið bökuskelina saman eftir einhverri af þeirri aðferð sem kennd er annarstaðar á blogginu, (sjá: bökuskel) og látið deigið bíða í ísskáp í 15 mín.

Möndludeig:

100 g smjör, mjúkt

100 g möndlumjöl

80 g sykur

1 msk hveiti

1 egg

¼ tsk möndludropar

Hrærið allt saman sem fer í möndludeigið og setjið til hliðar.

Hitið ofninn í 190°C. Fletjið deigið út á hveitistráðu borði í kringlótta köku u.þ.bl. 35 cm í þvermál. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og setjið deigið varlega á pappírinn. Dreifið fyllingunni á deigið en ekki alveg út í kantana, skiljið 5 cm eftir allan hringinn sem er ekki með fyllingu. Stráið bláberjum á möndlufyllinguna, brettið deigið yfir fyllinguna svo myndist kantur allan hringinn. Stráið 2 msk af sykri á berin. Penslið deigkantana með mjólk og stráið grófum sykri á þá. Bakið bökuna í 25 mín. Berið fram með vanillukremi eða léttþeyttum rjóma.

Fylling:

300-400 g bláber

1 msk. mjólk

2 msk. hrásykur eða skrautsykur (grófur sykur) ofan á bökudeigið

2 msk sykur til að strá ofan á berin

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a comment