Hér er uppskrift að yndislega góðum hádeigismat. Kimchi er hægt að nota í ýmsa rétti og þessi pönnukaka er bæði holl og mettandi. Ég legg til kartöflur í pönnukökuna en það er nú bara af því að ég á oft afgangskartöflur í ísskápnum, hér á bæ er engu hent. Í staðin fyrir kartöflur má nota hrísgrjón eða bara bæta einni matskeið af mjöli saman við.
Fyrir 2
3 msk. olía
2 soðnar kartöflur (150 g) gott að nota afgangskartöflur
3 egg, meðalstór
3 msk. hveiti eða annað mjöl sem hugnast
100 g kimchi
2 vorlaukar eða skalotlaukar, saxað
Stappið kartöflurnar í skál. Bætið eggjum, hveiti, kimchi og vorlauk saman við. Hitið olíu á pönnu og steikið 2 kökur í einu, gullinbrúnar á hvorri hlið. Gott að bera góða Asíska sósu fram með.