8×8 cm eða 1 x22-24 cm Bökuskel: 180 g hveiti 3 msk. flórsykur 100 g kalt smjör í bitum 1 eggjarauða 3 msk. ískalt vatn Hitið ofninn í 180°C. Setjið hveitið og sykur í skál, myljið smjörið saman við þar til smjörið er eins og smáar baunir. Önnur aðferð er að setja hveiti og smjör […]
Í Salt Eldhúsi erum við með námskeið sem kallast “deig”. og þar kennum við tæknina við að gera allskonar deig eins og vatnsdeig, bökudeig, smjördeig og vínarbrauðsdeig eins og við notum í þessi girnilegu súkkulaðivínarbrauð. Cravate þýðir hálstau eða bindi og er þetta sætabrauð mjög vinsælt um allt Frakkland sérstaklega sunnan til í landinu en […]
Frakkar gera allskyns flottar kökur og eftirrétti úr vatnsdeiginu og leika með það á ýmsa vegu m.a. með því að setja stökkan topp ofan á það. Þeir kalla þessar bollur “Choux craquelin” Hér er uppskrift að þessum gómsætu bollum. Athugið að hér eru eggin gefin upp í grömmum því þetta deig er viðkvæmt fyrir hlutföllum […]
Þessi fallega Franska baka er uppáhald allra tíma og sú baka sem ég hef líklega oftast verið beðin að koma með í Pálínuboð fyrir utan spínatbökuna sem er hér annarstaðar á blogginu. Hún er ekki of sæt og með dásamlegu súkkulaði-vanillubragði á móti perunum. Getur verið eftirréttur á eftir léttri máltíð eða bara með kaffibolla […]
50-60 stk Þær eru sannarlega eins og koss þessar ljúfu smákökur með Ítalska bragðinu sem eru ættaðar frá Piedmont á Ítalíu. Ítalir elska bragð af ristuðum heslihnetum og uppáhaldsísinn þeirra “gianduja” er einmitt heslihnetuís. Mikilvægt er að rista hneturnar en við það verða þær alveg dásamlega góðar. 250 g smjör, mjúkt 120 g flórsykur 1 […]
Mörgum finnst sörubakstur vera flókið mál enda hér á ferðinni tvö grunnatriði í bökunarlist, marensbakstur og franskt smjörkrem. Hvorutveggja er gott að kunna ef manni langar að vera flinkur bakari og sú kunnátta nýtist í allskonar annan bakstur. Franskt smjörkrem er það sem er kennt sem grunnur í Franskri bökunarlist því hægt er að bragðbæta […]
fyrir 10 Þessi glæsilega hnallþóra hefur, í gegnum árin, verið ofarlega á vinsældalista hjá mörgum fjölskyldum. Hún gengur undir ýmsum nöfnum, stundum kennd við Bessastaði en oftar kölluð Dísudraumur og í minni fjölskyldu Draumterta. Falleg er hún og sannarlega drottning hverrar veislu og líka frábær sem eftirréttur eftir góða máltíð. Marensinn má gera með nokkra […]
Brúnkur geta verið jafn girnilegar og góðar og líka óspennandi og þurrar. Okkur finnst þær bestar aðeins blautar og örlítið seigar að bíta í en venjulega eru þær stútfullar af sykri til að ná þeirri áferð. Þessi uppskrift er með minn af sykri og dásamlegu súkkulaðibragði. Það sem þarf að passa er við að gera deigið […]
fyrir 8 Bananarúlluterta hefur verið í uppáhaldi hjá okkur í mörg ár. Stundum er hún bökuð á með kaffinu á sunnudögum en oftar er hún eftirréttur þegar fjölskyldan kemur saman á sunnudegi í kvöldmat. Hún dugar fyrir 8-10 í eftirrétt er undurgóð og uppáhald allra barna. Spariútgáfan er með fullt af sneiddum banönum, jarðaberjum og bræddu súkkulaði […]
Hér er uppskrift að mjög einfaldri súkkulaðiköku. Þessi tegund af köku er mjög vinsæl í Svíþjóð og er kölluð “kladdkage” þar í landi og gæti kannski kallast klessukaka eða kladdkaka hér því hún er svolítið blaut og klístrug. Þetta er góð kaka að æfa sig á fyrir þá sem eru að byrja í bakstri eins […]