Rauðkálssalat með döðlum og fetaosti

Rauðkál matreitt á spennandi hátt getur það orðið að uppáhaldsmat eins og þetta salat hérna. Við bárum það fram fyrst með anda-confit sem er hægt að kaupa niðursoðið og er okkar uppáhald, passar sérstaklega vel saman. Síðan fannst okkur það bara passa með grillmat og öllu mögulegu öðru og ekki er verra að salatið er […]

Read More

Pasta Norma frá Sikiley

Eftir grilltíðina í sumar er gott að hvíla bragðlaukana á kjöti og elda einfaldan pastarétt úr grænmeti. Þessi réttur hefur fylgt okkur lengi og er mjög einfaldur og jafn góður og gott faðmlag. Mjög gott er að nota smátómata, þeir eru sætir, hollir og góðir. Það tekur alltaf tíma að steikja eggaldin, það dregur alla […]

Read More

Sykurbrúnaðar kartöflur

Ófáir útlendingar hafa lært að gera sykurbrúnaðar kartöflur á námskeiðum hjá okkur í Salt Eldhúsi. Öllum finnst þeim þær hið mesta hnossgæti og virðist þetta vera óþekkt fyrirbæri erlendis sér í lagi vestanhafs. Okkur hér heima þykir mörgum þessar gómsætu kartöflur ómissandi með jólasteikinni. Margar uppskriftir eru til af þeim og virðist hvert heimili hafa […]

Read More

kimchi pönnukökur

Hér er uppskrift að yndislega góðum hádeigismat. Kimchi er hægt að nota í ýmsa rétti og þessi pönnukaka er bæði holl og mettandi. Ég legg til kartöflur í pönnukökuna en það er nú bara af því að ég á oft afgangskartöflur í ísskápnum, hér á bæ er engu hent. Í staðin fyrir kartöflur má nota […]

Read More

Kartöflusalat með kapers og ólífuolíu

Nú eru nýjar kartöflur í verslunum eða bara í garðinum hjá sumum forsjálum sælkerum og um að gera að dekra svolítið við þær. 700 g kartöflur 3 msk. rauðvínsedik eða annað gott edik ½ tsk. gott salt 5 msk. ólífuolía 2 msk kapers 2 msk. ferskar kryddjurtir, dill, steinselja eða basil nýmalaður pipar Sjóðið kartöflur […]

Read More

Tofu með svörtum pipar

Bækur Ottolengi eru vinsælar hér hjá okkur. Þegar við fengum bók hans “Simple” í hendurnar varð fljótlega spennandi tófú uppskrift fyrir valinu að elda. Uppskriftin innihélt þvílík ósköp af svörtum pipar sem við reyndar erum mjög hrifin af en 5 msk. í eina uppskrift var svolítið ótrúleg. Síðar kom í ljós að þetta er besta […]

Read More

Ítölsk grænmetissúpa

Súpuna má gera daginn áður og hita upp. Gott er að frysta grænkál á haustin í pokum og síðan mylja bara í súpur eftir þörfum, bæði hollt og gott.   4 msk. góð olía 1 laukur, saxaður 2 gulrætur, afhýddar og sneiddar 1 blaðlaukur, sneiddur 2 hvítlauksgeirar, afhýddir og sneiddir 5 tómatar, saxaðir eða 1 […]

Read More

Hrærð egg með indverskum kryddum

Hér er uppskrift að dásamlegri eggjahræru sem er vel krydduð. Hún er svo góð að búið er að líma hana inn á skápinn í eldhúsinu svo allir heimilismeðlimir geti gert sér eitthvað gómsætt með lítilli fyrirhöfn. Upprunalega var uppskriftin með tofu og fyrir þá sem ekki borða egg er það alveg gráupplagt. 4 egg 2 […]

Read More

Brauð með berjum, osti og rósmarin

Fljótlegt og gómsætt brauð, hljómar það ekki vel ? Þessi uppskrift í örlítið breyttri mynd kemur frá Gill Meller, kennara í River Cottage matreiðsluskólanum í Bretlandi. Hann er vel þekktur þar í landi og hefur m.a. unnið til verðlauna fyrir matreiðslubækur sínar sem að okkar mati eru stórgóðar. Bretar og Írar eru þekktir fyrir sódabrauðin […]

Read More

Paprikusúpa með svartbaunum

Þessa uppskrift að súpu fengum við á sínum tíma í Gestgjafanum í þætti um hollan mat sem Jóhanna Viggósdóttir var með. Súpan er reglulega á borðum hjá okkur en tekur gjarnan mið af því hvað er til í ísskápnum, hvaða laukur er til og samtíningur af grænmeti og er í sífelldri þróun. Okkur finnst skipta […]

Read More