Rauðkál matreitt á spennandi hátt getur það orðið að uppáhaldsmat eins og þetta salat hérna. Við bárum það fram fyrst með anda-confit sem er hægt að kaupa niðursoðið og er okkar uppáhald, passar sérstaklega vel saman. Síðan fannst okkur það bara passa með grillmat og öllu mögulegu öðru og ekki er verra að salatið er […]
Þessar kartöflur eru hreinn unaður. Margir eru þessa dagana að kaupa niðurlögð andarlæti í fitu, “Confit du canard” og er upplagt að nota afgangs fituna til að elda kartöflurnar. Kartöflurnar passa með öndinni en líka með allskonar fínum kjötréttum. Mikilvægt er að sjóða þær fyrst því þá kemur þessi dásamlega áferð, hörð skorpa að utan en […]
Góð steik þarf góða sósu. Hér eru tvær góðar, rauðvínssósa sem er klassíker og góð með öllu kjöti og bláberjasósa sem er góð með lambasteik eða villibráð. Það er list að gera góða sósu enda erum við í Salt Eldhúsi með námskeið í sósugerð nokkrum sinnum á ári. Þessar uppskriftir hér að neðan eru grunnur […]
Ófáir útlendingar hafa lært að gera sykurbrúnaðar kartöflur á námskeiðum hjá okkur í Salt Eldhúsi. Öllum finnst þeim þær hið mesta hnossgæti og virðist þetta vera óþekkt fyrirbæri erlendis sér í lagi vestanhafs. Okkur hér heima þykir mörgum þessar gómsætu kartöflur ómissandi með jólasteikinni. Margar uppskriftir eru til af þeim og virðist hvert heimili hafa […]
Nú eru nýjar kartöflur í verslunum eða bara í garðinum hjá sumum forsjálum sælkerum og um að gera að dekra svolítið við þær. 700 g kartöflur 3 msk. rauðvínsedik eða annað gott edik ½ tsk. gott salt 5 msk. ólífuolía 2 msk kapers 2 msk. ferskar kryddjurtir, dill, steinselja eða basil nýmalaður pipar Sjóðið kartöflur […]
Heimalagað er alltaf best og það á sannarlega við um granóla. Sætt með hunangi og ávöxtum og hægt að breyta og bæta á alla vegu eftir smekk. 1 stór krukka 200 g gróft haframjöl, ég nota Íslenskt, grófvalsað 100 g kasjúhnetur, saxaðar mjög gróft 25 g graskersfræ 25 g sesamfræ 6 msk. hunang 1 dl […]
Hér kemur uppskrift að dásamlegu rabarbarasultunni okkar í Salt Eldhúsi. Hún er talsvert ólík þeirri dökku sultu sem við erum vön að fá úr íslenskum rabarbara, er líkari berjasultu þegar hún er soðin svona stutt. Best er að nota unga frekar mjóa og rauða stöngla og sjóða hana það stutt að bitarnir haldist að mestu […]
Hér í Salt Eldhúsi hefst jólaundirbúningurinn strax í byrjun október. Þá förum við að undirbúa jólagaldranámskeiðin og hugum að matarjólagjöfum. Hér er uppskrift að sætum kryddlegnum perum. Þessi uppskrift hefur verið mjög vinsæl og tekur enga stund að laga. Góð gjöf fyrir sælkerann. 2 krukkur 2 perur Sultulögur: 4 dl trönuberjasafi 3 msk. sultusykur, […]
Nýtt Íslenskt blómkál með smjöri er eitt af því besta sem til er. Nú er gott úrval af því í verslunum en hvað annað er hægt að gera við blómkálið? Þar sem það tekur vel við kryddum er upplagt að baka það með ljúfri kryddblöndu. Gott eitt og sér en passar líka sem meðlæti. 1 […]
Þær eru svo krúttlegar litlu gúrkurnar sem eru til núna. Upplagt að koma þeim í krukku og eiga í vetur. 8-10 litlar gúrkur 2 dl gott edik 3 msk. sjávarsalt 3 msk. sykur 3 dl vatn 4 hvítlauksgeirar, afhýddir 1 msk. kóríanderfræ 1 msk. sinnepsfræ nokkrir dillkvistir hrein krukka jafnhá og gúrkurnar eru Hitið […]