Franskara verður það varla ! Þessi karamellubúðingur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Við kynntumst þessum flauelsmjúka og sæta búðing þegar við bjuggum í Frakklandi. Þar í landi er hann jafnalgengur á eftirréttaseðli á veitingahúsum og súkkulaðikaka hér á landi ( sem sagt… alltaf). Í stórmörkuðum þar er síðan hægt að fá allskonar útgáfur.En…….það […]
Nú eru námskeiðin að hefjast hjá okkur aftur eftir jólafrí sem var heldur langt að okkar mati. Við notuðum tímann vel og margar uppskriftir urðu til. Hér kemur ein dásamleg eplakaka fyrir helgina. Við erum alltaf veik fyrir eplakökum hér í Salt Eldhúsi sérstaklega þessa dimmu vetrarmánuði. Lyktin af nýbakaðri eplaköku er engu lík og […]
Er hún komin ? Sögðu tvær konur á besta aldri þegar þær komu inn í Te og Kaffi á Laugaveginum og þær voru með einhvern glampa í augunum. Það var föstudagur og þær voru ásamt fleirum að bíða eftir að drottningin mætti á svæðið. “Marensdrottningin”, sem einmitt er uppskrift að hér á þessari síðu. Hún […]
Hvort er betra karamella eða súkkulaði? Okkur í Salt Eldhúsi hefur fundist að flestir séu veikir fyrir karamellu, sér í lagi ef hún er heimatilbúin, gullin og lekandi. Hér er kaka sem ég lærði að baka um 15 ára aldurinn. Hún hefur fylgt mér þessi uppskrift og hef ég gert allskonar tilraunir með hana […]