Þessar kartöflur eru hreinn unaður. Margir eru þessa dagana að kaupa niðurlögð andarlæti í fitu, “Confit du canard” og er upplagt að nota afgangs fituna til að elda kartöflurnar. Kartöflurnar passa með öndinni en líka með allskonar fínum kjötréttum. Mikilvægt er að sjóða þær fyrst því þá kemur þessi dásamlega áferð, hörð skorpa að utan en mjúkar innan í. Þið getið fryst fituna sem er afgangs af “confit” og notað síðar. Andafita í krukku hefur yfirleitt fengist í Hagkaup og Melabúðinni en fleiri verslanir eru að uppgvöta þessa frábæru vöru svo alltaf er að bætast við.
800 g kartöflur
3 msk. andafita, fæst t.d. í Hagkaup
salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 210°C (200°C blástur). Setjið vatn í pott til suðu, saltið vatnið. Flysjið kartöflur og skerið þær í minni bita, munnbitastærð. Sjóðið kartöflubitana í 5 mín. Hellið í sigti. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og andafituma á pappírinn. Setjið í ofninn stutta stund og látið fituna bráðna. Hellið kartöflubitunum í skúffuna og veltið þeim upp úr fitunni, stráið sjávarsalti og nýmöluðum pipar yfir. Bakið í 30-40 mín eða þar til kartöflur eru gullinbrúnar, stökkar að utan en mjúkar innan í.
Tips: Hægt er að gera þessar kartöflur með smjöri eða nautatólg (beef tallow) sem þau á Hálsi í Kjós eru að selja. Nautatólg er að þeirra sögn stútfull af vítamínum.kart