Ég er nýkomin frá Frakklandi og þar eru allir að fá sér Croque monsieur á bistróum og veitingahúsum með léttan mat. Frakkar borða eftir árstíðum og nú eru súpur og bráðinn ostur vinsælt í kuldanum eins og hér heima. Brauðið eða samlokan er ekta bistro-matur og á sér langa sögu. Í byrjun árs 1900 var […]
Eplasmjörhorn eru vinsæl víða um heim. Frakkar kalla þau “Chausson aux pommes” og fást þau í öllum bakaríum sem taka sig alvarlega þar í landi. Í Englandi kallast þau “Apple turnovers” og þykir þar gamaldags bakkelsi eins og amma gerði. Bökuð með heimagerðu smjördeigi eins og kennt er að gera á námskeiðinu “DEIG” hjá okkur […]
Naan-brauð er frábært að gera í gas pizza-ofnunum sem eru nýkomnir á markaðinn. Eftir nokkrar tilraunir, brennd brauð og hrá innaní tókst okkur að ná frábærum árangri og gera gómsæt brauð. Ýmislegt þarf að hafa í huga t.d. að hafa brauðin þunn, of þykk brauð geta orðið hrá innaní þegar þau eru orðin bökuð utan […]
10 stk. Flestar þjóðir eiga sér sína brauðmenningu. Flatbrauð ýmiskonar eru gómsæt nýbökuð og vel fyrirhafnarinnar virði. Þessi uppskrift kemur frá Marokkó og passar einstaklega vel með “tagine” sem er uppskrift að hér annarstaðar á síðum Salt Eldhúss. 220 g hveiti 50 g heilhveiti 50 g fínmalað semolina 1 ½ tsk. þurrger 1 msk. sykur […]
Margir eru að horfa á þáttinn Crown þessa dagana og ekki úr vegi að rifja upp hvernig Bretar gera sínar gómsætu skonsur. Lykilatriði að fá léttar skonsur felst í því hvernig þær eru hnoðaðar saman. Það á að leyfa smjörinu í þeim að verða svolítið grófkornótt ekki blanda þar til það verður mjölkennt og líka að […]
Eggjabrauð eða holubrauð er oft eldað fyrir starfsfólk Salt Eldhúss í hádeiginu. Þetta gómsæta brauð hefur fylgt mér frá því ég var unglingur og stendur alltaf fyrir sínu. Brauðið er mjög gott á einfaldan máta bara með osti en er alltaf hægt að gera matarmeira með því að kíkja eftir afgöngum í ísskápinn. Nú eru […]
Fljótlegt og gómsætt brauð, hljómar það ekki vel ? Þessi uppskrift í örlítið breyttri mynd kemur frá Gill Meller, kennara í River Cottage matreiðsluskólanum í Bretlandi. Hann er vel þekktur þar í landi og hefur m.a. unnið til verðlauna fyrir matreiðslubækur sínar sem að okkar mati eru stórgóðar. Bretar og Írar eru þekktir fyrir sódabrauðin […]
Brauðsúpa er einn af þeim réttum sem margir eiga æskuminningar um, slæmar eða góðar. Að mínu mati er vel elduð brauðsúpa eitt af því besta sem til er og mikilvægt að varðveita kunnáttuna. Flestar þjóðir eiga spennandi rétti þar sem brauðafgangar eru nýttir og þar sem rúgbrauð var almennt til á heimilum hér áður fyrr […]
Nýbakaðar skonsur eru dásamlegar og enginn vandi að baka. Yfirleitt var notaður sykur í þær en það er að sjálfsögðu smekksatriði og má alveg sleppa. 300 g hveiti 5 tsk. lyftiduft 50 g sykur 3 dl mjólk 2-3 egg, fer eftir stærð Setjið hveiti, lyftiduft og sykur í skál. Hellið mjólk út í og hrærið […]
Brauðmeti í barnaafmæli þarf ekki að vera flókið. Þessi ostahorn slá alltaf í gegn, líka hjá fullorðna fólkinu þau eru nefnilega ótrúlega góð. Galdurinn liggur í smjörinu, en ekki hvað ! Smjörið er mulið saman við hveitið fyrst og gerir þau einstaklega djúsí. Uppskriftin gerir 48 stk. en mjög auðvelt er að minnka hana um […]