Þessi uppskrift hefur verið með okkur síðustu 35 árin og er enn í uppáhaldi. Svo einföld og þægileg og kjúllin nýtur sín vel með öllum þessum hvítlauk. 1 stór kjúklingur eða samsvarandi magn bitar ½ dl ólífuolía 10-12 hvítlauksgeirar, afhýddir og sneiddir niður 2 dl hvítvín ¾ tsk. timian eða lítil hnefafylli ferskt 2 lárviðarlauf […]
Þessi spánski réttur Arros con pollo,(borið fram “arros kon pojo” með áherslu á r-in) hefur verið vinsæll réttur í fjölskyldunni í mörg ár og krakkarnir okkar haldið áfram að elda hann heima hjá sér eftir að þau eignuðust sín eigin heimili. Þetta er nokkuð stór uppskrift en afgangurinn er góður og tilvalinn í nestispakkann. Dugar fyrir […]
Í Salt Eldhúsi eru nokkur Asísk námskeið með kjötbitum sem við steikjum í raspi. Við notum Panko-rasp sem er gróft rasp og hefur lengi vel aðeins fengist í Asíu-búðum. Nú fæst þetta rasp nær allstaðar enda hefur gott rasp verið vandfundið í verslunum og þeir sem vilja gott rasp þurrka brauðafganga og gera það sjálfir […]
Nú er rétti tíminn fyrir eitthvað ljúfengt og nærandi. Mér finnst við hér heima ekki nota rauðkál nógu mikið hrátt en ef það er þunnt sneitt er það góður grunnur í ljúft salat. Mjög gott er að nota mandólín í að sneiða kálið, ódýrt mandólín fékk ég í Pro-Gastro í Kópavogi. Ég nota gulrætur, papriku […]
Hér er uppskrift að kjúklingabringum elduðum í flauelsmjúkri tómatsósu. Þessi réttur hefur fylgt okkur mjög lengi og er alltaf jafn yndislega ljúffengur. Hann var upprunalega fenginn á veitingastað í Flórens sem hét Ottorino. Ítalir nota gjarnan vín í matargerð enda nóg til af dásamlegum vínum þar Í landi. Ég á ekki alltaf hvítvín en ég á […]
Við fáum mikið af erlendum matgæðingum til okkar í Salt Eldhús á námskeið sem eru sniðin að því að kynna fyrir þeim íslenska matargerð. Oft skapast fjörugar umræður þar sem eldamennska er þeirra áhugamál og oft ástríða og skiptst er á leynitrixum og uppskriftum. Eitt sinn fengum við par frá Ameríku og eiginmaðurinn trúði mér […]
Allt fer í hringi í henni veröld. Núna erum við að blaða í gömlu uppskriftabókunum okkar og erum að rifja upp rétti sem voru í uppáhaldi fyrir mörgum árum. Við fengum þessa uppskrift á Parísarárunum þegar ég var í matarklúbb með hóp af konum allsstaðar að úr heiminum. Þennan kjúkling eldaði kona frá Texas og […]
Nú fer að kólna í veðri og ráð að huga að kjarngóðum súpum sem hlýja manni vel. Þessi súpa er algjör flensubani, heit af kryddum og næringu. Gaman er að nota galangal í súpuna en það fæst stundum ferskt í “Asíu-búðum” en er vel hægt að frysta. Galangal líkist engiferrót og er með ljúfkrydduðu sítrusbragði. […]
Matur sem eldar sig sjálfur gæti verið yfirskriftin að þessum girnilega kjúklingarétt. Allt inn í ofninn og síðan bara að hafa það kósí og njóta þess að finna matarilminn verða til smátt og smátt. 800 -1000 g kjúklingabitar með skinni, gott er að nota leggi og efrilæri 3-4 laukar, eftir stærð 4 msk. tómatpúra 3 […]
Hér er uppskrift að dásamlegri súpu sem er akkúrat súpan sem er gott að fá sér núna þegar kalt er í veðri. Límónulaufin gefa súpunni mjög sérstakt bragð en þau er hægt að fá í Asíubúðum, frosin í litlum kassa sem er gott að eiga í frysti. Við mælum með að kaupa núðlur þar líka, […]