Boughasha – Arabískir hnetufylltir fílódeigs bitar

Þeir sem eru að elda út fílódeigi eiga gjarnan afgang af því. Opnaðar umbúðir af fílódeigi geymist 1-2 vikur í ísskáp og alger óþarfi að henda. Hér er frábær leið að nota afganginn af því í þennan fallega eftirrétt. Hér eru gefin upp 4 fílóblöð í uppskrift en upplagt að nota afskurð ef hann er til. Rósavatn og þurrkaðar rósir er gjarnan notað í arabíska eftirrétti

Fylling:

180 g ferskar döðlur

150 g pistasíur

2 msk. rósavatn

4 blöð fílódeig

50 g smjör, brætt

skraut ofan á:

pistasíur og þurrkuð rósablöð

Hunangsbráð:

3 msk. hunang

1 msk. rósavatn

Takið steininn úr döðlunni og setjið döðlurnar í matvinnsluvél. Vinnið þær saman með pistasíum og rósavatni þar til samlagað.

Hitið ofninn í 200°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Skerið fílódeigið í 4 parta. Takið hvern part af deigi og penslið smjöri á það, setjið hnetu-döðlublönduna (magn þannig að nóg sé á 16 bita) neðst á deigið og mótið sívaling. Brettið deig yfir neðst og til sitthvorrar hliðar og rúllið upp í litla pylsu. Raðið á ofnplötuna.

Penslið með smjöri, kannski þarf meira, fer eftir hvað þið notuðuð mikið til að pensla með.

Bakið í 10 mín eða þar til gullið og girnilegt. Hitið saman hunang og rósavatn og hellið yfir þegar boughasja er enn heitt nýkomið úr ofninum. Stráið söxuðum pistasíum og rósablöðum yfir.

Best sama dag og bakað en líka gott daginn eftir. Má frysta en er viðkvæmt og brotnar gjarnan við hnjask.

Rósavatn fæst m.a. í City market og Islanbul market

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a comment