Eftir grilltíðina í sumar er gott að hvíla bragðlaukana á kjöti og elda einfaldan pastarétt úr grænmeti. Þessi réttur hefur fylgt okkur lengi og er mjög einfaldur og jafn góður og gott faðmlag. Mjög gott er að nota smátómata, þeir eru sætir, hollir og góðir. Það tekur alltaf tíma að steikja eggaldin, það dregur alla […]
Þessi spánski réttur Arros con pollo,(borið fram “arros kon pojo” með áherslu á r-in) hefur verið vinsæll réttur í fjölskyldunni í mörg ár og krakkarnir okkar haldið áfram að elda hann heima hjá sér eftir að þau eignuðust sín eigin heimili. Þetta er nokkuð stór uppskrift en afgangurinn er góður og tilvalinn í nestispakkann. Dugar fyrir […]
Pastaréttir eru mikill kósímatur og er lasagna þar örugglega fremst í flokki. Hér er okkar uppskrift að þessum dásamlega rétt. Uppskrift er bara uppskrift og er alltaf mismunandi hver útkoman verður eftir því hvernig hráefnið er og ekki síst hver eldar því hver hefur sitt lag á. Maturinn verður alltaf jafngóður og hráefnið sem fer […]
Hér er uppskrift að kjúklingabringum elduðum í flauelsmjúkri tómatsósu. Þessi réttur hefur fylgt okkur mjög lengi og er alltaf jafn yndislega ljúffengur. Hann var upprunalega fenginn á veitingastað í Flórens sem hét Ottorino. Ítalir nota gjarnan vín í matargerð enda nóg til af dásamlegum vínum þar Í landi. Ég á ekki alltaf hvítvín en ég á […]
Saltfiskur er okkar uppáhald. Við í Salt Eldhúsi vöndumst því að fá soðin saltfisk með kartöflum, rófum og smjöri í hádeginu á hverjum laugardegi í uppvextinum. Mér fannst stemming í því þegar pabbi setti fiskinn í bleyti á föstudagskvöldi og vissi að hann hlakkaði til að njóta hans daginn eftir, þá var fiskurinn nær eingöngu […]
Súpuna má gera daginn áður og hita upp. Gott er að frysta grænkál á haustin í pokum og síðan mylja bara í súpur eftir þörfum, bæði hollt og gott. 4 msk. góð olía 1 laukur, saxaður 2 gulrætur, afhýddar og sneiddar 1 blaðlaukur, sneiddur 2 hvítlauksgeirar, afhýddir og sneiddir 5 tómatar, saxaðir eða 1 […]
Bökur eru uppáhald okkar hér í Salt Eldhúsi enda verið haldin mörg námskeið hér í bökugerð. Galdurinn felst í bökubotninum, stökkur og vel bakaður botn er lykilatriði í að bakan sé góð. Baka með þurrum og þykkum botni er aldrei góð. Aðferðin sem við notum er einföld en aðalatriðið er að smjörklumparnir í deiginu séu […]
Súpurnar okkar í Salt Eldhúsi þykja góðar og margir af þeim sem sækja námskeið hjá okkur biðja um uppskriftina. Hér er hún og skammturinn dugar vel fyrir fjóra í matinn með góðu brauði. Súpan er vegan en þá þarf að sleppa grísku jógúrtinni. 2 tsk. kumminfræ ½ tsk. chiliflögur 2 msk. olía 1 rauðlaukur, afhýddur […]
Á þeim námskeiðum þar sem við bökum kökur eða brauð og erum ekki að laga mat sem við borðum síðar bjóðum við alltaf upp á heimalagaða súpu og nýbakað brauð. Oftar en ekki erum við beðin um uppskrift og hér er súpan okkar góða með kryddum sem rífa í. Fyrir 4-6 2 msk ólífuolía […]