Grilluð lúðusteik með Beurre blanc

Stórlúða er fyrir mig eins og góð steik. Vel elduð þarf ekkert meira en gott salt og nýmalaðan pipar til að heiðra hana. Franska klassíkin er aldrei langt undan hjá okkur í Salt Eldhúsi og þessi smjörsósa er að mínu mati algjör drottning og mín uppáhalds. Lúðan, eins heiðarleg og dásamleg og hún er, ekkert […]

Read More

Sósur

Góð steik þarf góða sósu. Hér eru tvær góðar, rauðvínssósa sem er klassíker og góð með öllu kjöti og bláberjasósa sem er góð með lambasteik eða villibráð. Það er list að gera góða sósu enda erum við í Salt Eldhúsi með námskeið í sósugerð nokkrum sinnum á ári. Þessar uppskriftir hér að neðan eru grunnur […]

Read More

Fersk tindabikkja (skötubörð) með kartöflusalati og rouille-sósu

Fersk tindabikkja (skötubörð) hefur ekki mikið verið á borðum landsmanna þó staðreyndin sé sú að hún veiðist við Íslandsstrendur. Flestir hafa þó smakkað hana kæsta. Mér skilst á fisksalanum okkar í Salt Eldhúsi, að mjög erfitt sé að roðrífa þennan fisk og það þurfi að gera strax eftir að hann er veiddur og hefðin ekki […]

Read More

Hreindýrabollur með brúnni sósu

Hér er uppskrift að dýrindis hreindýrabollum. Þeir sem eru svo lánsamir að ná í dýr vita að þegar það er verkað verða til ósköpin öll af hreindýrahakki. Margir leysa það með því að elda hamborgara og hakkið er frábært í þá.  Borgarar verða samt leiðigjarnir til lengdar og tilvalið að elda bollur úr þessu frábæra […]

Read More

Plokkfiskur

Plokkfiskur er uppáhald margra og ágætis leið til að nota afganga af fisk og/eða kartöflum. Hér er líka uppskrift að bernaise-sósu sem er svona hátíðaútgáfan af þessum hversdagslega rétt. Þá er gott að hita ofninn í 180°C og e.t.v. sáldra svolitlu af rifnum ost ofan á og baka allt saman í 10-15 mín.  Plokkfiskur Fyrir […]

Read More

Kalkúnn

  Þegar kemur að því að elda kalkún treysti ég uppskrift frá sjónvarpsdísinni Nigellu best. Hér áður fyrr urðu bringurnar á kalkúninum oft þurrar og óspennandi hjá okkur og endalausar spekúleringar að láta hann snúa á hvolf við eldunina til að fá eitthvað djús í þessar blessuðu bringur. Nigella leggur fuglinn í saltlög svo vatnið í honum […]

Read More

Skyr með ferskum kryddjurtum og olíu

Skyrið frá Erpstöðum er spennandi og minnir okkur í Salt Eldhúsi á skyrið sem var til í mjólkurbúðum hér á árum áður og var pakkað inn í vaxpappír. Skyrið var meira eins og ostur, enda er það ostur. Hér höfum við blandað þetta fína skyr frá Erpsstöðum með jómfrúarolíu og ferskum kryddjurtum og það er […]

Read More

Pestó Salt Eldhúss

Við notum bæði fersk basillauf og klettakál eða steinselju í pestó því okkur finnst basillauf eingöngu vera of krefjandi í pestó. Nota má allskonar hnetur en furuhnetur eru nokkuð bragðlitlar og aðrar hnetur eins og pekan- eða valhnetur gera pestó enn meira spennandi. Hvítlauksmagnið hér er bara viðmið því sumir þola hann vel hráan en […]

Read More

Karamellukaka

  Hvort er betra karamella eða súkkulaði? Okkur í Salt Eldhúsi hefur fundist að flestir séu veikir fyrir karamellu, sér í lagi ef hún er heimatilbúin, gullin og lekandi. Hér er kaka sem ég lærði að baka um 15 ára aldurinn. Hún hefur fylgt mér þessi uppskrift og hef ég gert allskonar tilraunir með hana […]

Read More