Smálúða með vínberjum

Segja má að það sé óvenjuleg samsetning að borða ávexti og fisk saman en hið ljúfa bragð af smálúðunni fer mjög vel með vínberjunum og rúsínum. Þetta er kannski svolítill óður til lúðusúpunar hennar ömmu sem mér fannst góð. Rétturinn er mjög fljótlegur og tilvalinn gestaréttur. Ég ber yfirleitt kartöflur fram með en kús-kús, hrísgrjón […]

Read More

Ástarpungar

Þó það væri ekki nema fyrir nafnið eru þeir ómótstæðilegir ástarpungarnir. Þeir eru mun fljótlegri að henda í en kleinur og þar að auki með rúsínum sem sum okkar elska en aðrir alls ekki. Nýsteiktir með mjólk eða kaffi eru þeir dásamlegir og minna sum okkar á sumarkvöld í sveitinni. 4 bollar hveiti 1 bolli […]

Read More

Brauðsúpa

Brauðsúpa er einn af þeim réttum sem margir eiga æskuminningar um, slæmar eða góðar. Að mínu mati er vel elduð brauðsúpa eitt af því besta sem til er og mikilvægt að varðveita kunnáttuna. Flestar þjóðir eiga spennandi rétti þar sem brauðafgangar eru nýttir og þar sem rúgbrauð var almennt til á heimilum hér áður fyrr […]

Read More

Gulrótarkakan holla

Margir hafa áhuga á að minnka við sig sykur og við í Salt Eldhúsi höfum það að reglu að sleppa sykri nema hann sé algjörlega ómótstæðilegur í formi gómsætrar köku (sem er reyndar ansi oft). Þessi uppskrift að gulrótaköku varð til í tilraun til að baka köku án þess að nota hvítan sykur eða hvítt […]

Read More

Jólakaka

Jólakaka hefur alltaf verið í uppáhaldi og uppskriftin hér að neðan niðurstaða eftir ýmsar tilraunir. Stórar rúsínur, sem er hægt að nálgast í næsta stórmarkaði og stundum í tyrknesku búðinni, er mjög gott að nota en heilar steittar kardimommur eru þó lykilatriði. Mikill munur getur verið á bragðgæðum á rúsínum og ég hvet ykkur, sem […]

Read More