Eplasmjörhorn eru vinsæl víða um heim. Frakkar kalla þau “Chausson aux pommes” og fást þau í öllum bakaríum sem taka sig alvarlega þar í landi. Í Englandi kallast þau “Apple turnovers” og þykir þar gamaldags bakkelsi eins og amma gerði. Bökuð með heimagerðu smjördeigi eins og kennt er að gera á námskeiðinu “DEIG” hjá okkur […]
Eplakaka eins og Frakkar vilja hafa hana, epli epli epli, það er það sem þessi baka stendur fyrir. Botninn er smjördeig, eitt af því sem er kennt að gera á “deig” námskeiðinu hjá okkur. Frábær með örlítið sættum sýrðum rjóma. 8-10 sneiðar 200 g smjördeig 3-4 epli, Granny Smith magn fer eftir stærð 200 g […]
Einhver bið verður enn á því að við ferðumst til Portúgal en ferðalög eru þó núna handan við hornið. Þessi sætabrauð sem eru smjördeigsbökur með vanillu- rjómafyllingu eru stolt Portúgala. Í Lissabon er bakarí sem heitir Pastis de Belem þar sem byrjað var að framreiða þessi sætabrauð árið 1837. Bakaríið er enn í fullu fjöri […]
Napóleonskökur eru nú næstum hættar að sjást í bakaríunum. Þeir sem eldri eru muna margir eftir þessum girnilegu kökum sem fengust í öllum betri bakaríum í bænum fyrir um 20-30 árum. Ég fór í ótal sendiferðir í Bernhöftsbakarí fyrir ömmu mína þegar ég var lítil að ná í þessar guðdómlegu kökur og finnst þær ennþá […]