Drottningin af Saba

Margir hafa fylgst með þáttunum um Juliu Child á sjónvarpi símans. Þættirnir eru mjög skemmtilegir og gaman að fylgjast með hvernig matreiðsluþættir urðu að veruleika í bandarísku sjónvarpi. Í fyrsta þættinum bakaði Julia þessa frönsku súkkulaðiköku sem heitir “Drottningin af Saba” fyrir starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar sem var ekki sannfært um að matreiðsluþættir ættu erindi í sjónvarpið. […]

Read More

Kanelsnúðar með kanel og kardimommum

16 stk. Snúðadeig: 550 + 50 g hveiti 70 g sykur 1 tsk. sjávarsalt 2 tsk. þurrger 2 dl mjólk 3 egg stærð M/L 150 g smjör, mjúkt Setjið 550 g hveiti, sykur og salt í hrærivélaskál, blandið saman. Stráið þurrgeri og salti í og blandið saman við. Hitið mjólkina vel volga. Bætið eggjum í […]

Read More

Croque monsieur

Ég er nýkomin frá Frakklandi og þar eru allir að fá sér Croque monsieur á bistróum og veitingahúsum með léttan mat. Frakkar borða eftir árstíðum og nú eru súpur og bráðinn ostur vinsælt í kuldanum eins og hér heima. Brauðið eða samlokan er ekta bistro-matur og á sér langa sögu. Í byrjun árs 1900 var […]

Read More

Súkkulaði-banana baka

8×8 cm eða 1 x22-24 cm Bökuskel: 180 g hveiti 3 msk. flórsykur 100 g kalt smjör í bitum 1 eggjarauða 3 msk.  ískalt vatn Hitið ofninn í 180°C. Setjið hveitið og sykur í skál, myljið smjörið saman við þar til smjörið er eins og smáar baunir. Önnur aðferð er að setja hveiti og smjör […]

Read More

Rauðkálssalat með döðlum og fetaosti

Rauðkál matreitt á spennandi hátt getur það orðið að uppáhaldsmat eins og þetta salat hérna. Við bárum það fram fyrst með anda-confit sem er hægt að kaupa niðursoðið og er okkar uppáhald, passar sérstaklega vel saman. Síðan fannst okkur það bara passa með grillmat og öllu mögulegu öðru og ekki er verra að salatið er […]

Read More

Naan-brauð er frábært að gera í gas pizza-ofnunum sem eru nýkomnir á markaðinn. Eftir nokkrar tilraunir, brennd brauð og hrá innaní tókst okkur að ná frábærum árangri og gera gómsæt brauð. Ýmislegt þarf að hafa í huga t.d. að hafa brauðin þunn, of þykk brauð geta orðið hrá innaní þegar þau eru orðin bökuð utan […]

Read More

Frönsk eplabaka – Tarte fine aux pommes

Eplakaka eins og Frakkar vilja hafa hana, epli epli epli, það er það sem þessi baka stendur fyrir. Botninn er smjördeig, eitt af því sem er kennt að gera á “deig” námskeiðinu hjá okkur. Frábær með örlítið sættum sýrðum rjóma. 8-10 sneiðar 200 g smjördeig 3-4 epli, Granny Smith magn fer eftir stærð 200 g […]

Read More

Frönsk súkkulaðivínarbrauð – Cravate au chocolat

Í Salt Eldhúsi erum við með námskeið sem kallast “deig”. og þar kennum við tæknina við að gera allskonar deig eins og vatnsdeig, bökudeig, smjördeig og vínarbrauðsdeig eins og við notum í þessi girnilegu súkkulaðivínarbrauð. Cravate þýðir hálstau eða bindi og er þetta sætabrauð mjög vinsælt um allt Frakkland sérstaklega sunnan til í landinu en […]

Read More

Pastilla með lambakjöti

Í Salt eldhúsi erum við með Marokkóskt námskeið og líka “mezze” sem eru smáréttir Mið-Austurlanda. Á “mezze” er kennt að gera mjög þekkta köku sem heitir “baclava” og er uppáhald allra á þessu landssvæði. Í hana er notað fílódeig en margir eru að kynnast þessu skemmtilega deigi á námskðinu. Þetta deig er hægt að nota […]

Read More

Pylsur í balsamik-lauksósu

Nú er óðum að bókast á pylsunámskeiðið hjá okkur sem verður í mars. Á námskeiðinu gerum við allskyns pylsur frá grunni meðal annars úr kjúklinga, grísa og lamba og nautakjöti og kryddum eftir kúnstarinnar reglum. Við gerum lauksósu og kartöflumús til að hafa með pylsunum svo við getum smakkað almennilega. Til eru ótal uppskriftir af […]

Read More

Fyllt eggaldin með lambahakki

Bækur Ottolengi hafa ávallt verið í uppáhaldi okkar í Salt Eldhúsi og eru mikið notaðar. Bókin Jerusalem er í sérstöku uppáhaldi og þá sérstaklega þessi lambakjötsréttur sem við fáum aldrei leið á. Ég vona að Ottolengi sé sama þó ég snari uppskriftinni yfir á íslensku. Ekki eru allir vanir að fara eftir enskum uppskriftum og […]

Read More

Önd sem þú getur borðað með skeið

Uppskriftin að öndinni hér er uppáhald okkar í Salt Eldhúsi. Þegar hún hægelduð eins og kennt er hérna er hún mjúk og undurgóð og nafnið vísar til þess að hún er svo mjúk að þú getur borðað hana með skeið. Við fengum uppskriftina í Bók sem heitir “Unforgettable” og hefur að geyma valdar uppskriftir matargúrúsins […]

Read More

Marokkóskt flatbrauð “Batbout”

10 stk. Flestar þjóðir eiga sér sína brauðmenningu. Flatbrauð ýmiskonar eru gómsæt nýbökuð og vel fyrirhafnarinnar virði. Þessi uppskrift kemur frá Marokkó og passar einstaklega vel með “tagine” sem er uppskrift að hér annarstaðar á síðum Salt Eldhúss. 220 g hveiti 50 g heilhveiti 50 g fínmalað semolina 1 ½ tsk. þurrger 1 msk. sykur […]

Read More

Franskur hvítlaukskjúklingur

Þessi uppskrift hefur verið með okkur síðustu 35 árin og er enn í uppáhaldi. Svo einföld og þægileg og kjúllin nýtur sín vel með öllum þessum hvítlauk. 1 stór kjúklingur eða samsvarandi magn bitar ½ dl ólífuolía 10-12 hvítlauksgeirar, afhýddir og sneiddir niður 2 dl hvítvín ¾ tsk. timian eða lítil hnefafylli ferskt 2 lárviðarlauf […]

Read More

Kryddlögur á grísakjöt

Hér kemur ein skotheld uppskrift að kryddlegi á grísasneiðar. Ég hef notað hana árum saman en man ekki lengur hvaðan hún komst í mínar hendur. Mér þykir þó líklegt að hún komi frá Úlfari Finnbjörnssyni eins og svo margt annað gott. Grísa bógsneiðar eru frábærar á grillið. 3 hvítlauksgeirar, saxaðir eða rifnir niður 4 msk. […]

Read More

Íslenska rjómatertan

Sumarið hjá okkur í Salt Eldhúsi einkennist af því að kynna íslenskar matarhefðir fyrir ferðamönnum sem koma til Íslands og langar að fræðast um mat og menningu. Oftar en ekki berst talið að sætindunum og margir fara heim til sín með uppskriftir að ýmsu góðgæti eins og kornflextertu sem sérstaklaga Ameríkanar eru mjög spenntir fyrir. […]

Read More

Franskur karamellubúðingur – Creme caramel

Franskara verður það varla ! Þessi karamellubúðingur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Við kynntumst þessum flauelsmjúka og sæta búðing þegar við bjuggum í Frakklandi. Þar í landi er hann jafnalgengur á eftirréttaseðli á veitingahúsum og súkkulaðikaka hér á landi ( sem sagt… alltaf). Í stórmörkuðum þar er síðan hægt að fá allskonar útgáfur.En…….það […]

Read More

Jarðaberjaterta

17 júni er í næstu viku og góð ástæða til að baka þessa glæsilegu jarðaberjatertu. Kökuna er þægilegt og einfalt að baka, bara einn botn og þeyttur rjómi ofan á og síðan glás af jarðaberjum. Kökubotninn er mjög góður með fínlegu marsípanbragði og stendur fyrir sínu og hægt að setja allskyns ávaxti ofan á ef […]

Read More

Heimatilbúnar kryddblöndur

Kryddblöndurnar geymast vel í loftþéttum umbúðum í 6 mánuði á þurrum stað.  Za´atar er kryddblanda frá Mið-Austurlöndum og notuð m.a. ofan á flatbrauð 1 msk. sesamfræ 1 msk. timan 1 msk. sumac 2 tsk. kumminduft 1 tsk. oregano Þurristið sesamfræ þar til gullin. Setjið í skál og blandið öllu saman við.  Berbere er blanda frá […]

Read More

Arros con pollo

Þessi spánski réttur Arros con pollo,(borið fram “arros kon pojo” með áherslu á r-in) hefur verið vinsæll réttur í fjölskyldunni í mörg ár og krakkarnir okkar haldið áfram að elda hann heima  hjá sér eftir að þau eignuðust sín eigin heimili. Þetta er nokkuð stór uppskrift en afgangurinn er góður og tilvalinn í nestispakkann. Dugar fyrir […]

Read More

Ítölsk möndlukaka

Breska matreiðslublaðið Delicious þekka margir matgæðingar. Þar birtist eitt sinn listi yfir þær 20 bækur sem allir matgæðingar ættu að eiga. Bók Emiko Davies Florentine var þar á meðal og í bókinni fjallar Emiko um matinn í borginni sem hún býr í og elskar, Flórens. Emico er með ferða og matarblogg en þar fann ég […]

Read More

pasteis de nata

Einhver bið verður enn á því að við ferðumst til Portúgal en ferðalög eru þó núna handan við hornið. Þessi sætabrauð sem eru smjördeigsbökur með vanillu- rjómafyllingu eru stolt Portúgala. Í Lissabon er bakarí sem heitir Pastis de Belem þar sem byrjað var að framreiða þessi sætabrauð árið 1837. Bakaríið er enn í fullu fjöri […]

Read More

Viltu verða góður í að baka

# Gott er að vita að deig flokkast í meigindráttum í þrjá flokka.  1. Hrært deig þar sem byrjað er á því að hræra mjúkt smjör og sykur saman í létt krem.  2. Þeytt deig þá eru egg og sykur þeytt í ljósan og léttan massa. 3. Hnoðað deig  þar sem hveiti og smjör er mulið […]

Read More

Jarðaberjaterta

Gleðilegt sumar ! Hún er sumarleg þessi fallega kaka. Hér er komin klassísk uppskrift að lagtertu með jarðaberjum. Botnarnir eru svampbotnar með örlitlu smjöri. Einföld og góð og ætti að duga fyrir 8-10. 4 egg 120 g sykur 100 g hveiti ½ tsk. lyftiduft 50 g smjör brætt og kælt lítillega Hitið ofninn í 180°C. […]

Read More

ofnsteiktir kjúklingaleggir í panko-raspi

Í Salt Eldhúsi eru nokkur Asísk námskeið með kjötbitum sem við steikjum í raspi. Við notum Panko-rasp sem er gróft rasp og hefur lengi vel aðeins fengist í Asíu-búðum. Nú fæst þetta rasp nær allstaðar enda hefur gott rasp verið vandfundið í verslunum og þeir sem vilja gott rasp þurrka brauðafganga og gera það sjálfir […]

Read More

Appelsínukaka með möndlum

Ég á margar uppskriftir af appelsínukökum, hef safnað þeim að mér gegnum árin og er alltaf að leita að þeirri einu réttu sem er best. Þetta er svona svipað og með leitina að bestu súkkulaðikökunni, hún stendur ennþá yfir og er góð átylla að vera sífellt að prófa eitthvað nýtt. Þessi appelsínukaka sem ég gef […]

Read More

Rúgbrauð

Í Salt Eldhúsi höfum við boðið erlendum ferðamönnum, sem koma á námskeið til okkar upp á nýbakað rúgbrauð. Í öllum tilfellum slær brauðið í gegn og það skemmtilega er að fólk hefur ekki smakkað neitt þessu líkt áður. Fræðsla um hverabrauð, sýnikennsla á hvernig á að baka og uppskriftina fá þeir með sér og við […]

Read More

Grilluð lúðusteik með Beurre blanc

Stórlúða er fyrir mig eins og góð steik. Vel elduð þarf ekkert meira en gott salt og nýmalaðan pipar til að heiðra hana. Franska klassíkin er aldrei langt undan hjá okkur í Salt Eldhúsi og þessi smjörsósa er að mínu mati algjör drottning og mín uppáhalds. Lúðan, eins heiðarleg og dásamleg og hún er, ekkert […]

Read More

Hægeldaðir grísahnakkar “Asía style”

Street food námskeiðin hjá okkur í Salt eru mjög vinsæl og núna er val um nokkur mismunandi námskeið. Hér er uppskrift að langelduðum grísahnakka en það er frábær kjötfylling í allskonar bollur og vefjur. Eitthvað fyrir þá sem eru búin að læra að gera Tævönsku Bao-bun bollurnar og langar að bæta við og breyta fyllingum. […]

Read More

Sætkrydduð Grísarif með Asískum kryddum

Namm ! puttamatur. Margir sælkerar elska að naga bein en hér er réttur þar sem bein eru elduð sérstaklega til að naga. Kryddin eru dásamleg og sósan breytir þessum grísarifjum í upplifun fyrir sælkera. 5-spice kryddblöndu er hægt að fá í Asíubúðunum en það er líka auðvelt að gera sjálfur. Sichuan-pipar er frá Kína. Þennan […]

Read More

Napóleonskökur

Napóleonskökur eru nú næstum hættar að sjást í bakaríunum. Þeir sem eldri eru muna margir eftir þessum girnilegu kökum sem fengust í öllum betri bakaríum í bænum fyrir um 20-30 árum. Ég fór í ótal sendiferðir í Bernhöftsbakarí fyrir ömmu mína þegar ég var lítil að ná í þessar guðdómlegu kökur og finnst þær ennþá […]

Read More

Bolludagsbollur með stökkum topp

Frakkar gera allskyns flottar kökur og eftirrétti úr vatnsdeiginu og leika með það á ýmsa vegu m.a. með því að setja stökkan topp ofan á það. Þeir kalla þessar bollur “Choux craquelin” Hér er uppskrift að þessum gómsætu bollum. Athugið að hér eru eggin gefin upp í grömmum því þetta deig er viðkvæmt fyrir hlutföllum […]

Read More

lasagna

Pastaréttir eru mikill kósímatur og er lasagna þar örugglega fremst í flokki. Hér er okkar uppskrift að þessum dásamlega rétt. Uppskrift er bara uppskrift og er alltaf mismunandi hver útkoman verður eftir því hvernig hráefnið er og ekki síst hver eldar því hver hefur sitt lag á. Maturinn verður alltaf jafngóður og hráefnið sem fer […]

Read More

Frönsk eplabaka – Tarte aux Pommes

Frönsk eplabaka er í boði á matseðli á næstum hverju kaffihúsi í París og einnig á fjölmörgum veitingastöðum. Frakkar elska eplabökur en mjög mismunandi er hvernig þær eru útfærðar. Einfaldasta útgáfan er bökubotn með ríkulega af eplum, smurð með apríkósugljáa önnur er bökubotn, eplamauk, epli og gljái ofan á. Hér er uppskrift að eplaböku með […]

Read More

Gulrótarkaka, gamla góða

Gulrótakökur urðu mjög vinsælar hér heima í kringum 1980 og var boðið upp á þær á hverju kaffihúsi í bænum. Þessi kaka var og er enn mikið bökuð á mínu heimili og þá gjarnan “helgarkakan”. Gulrótakakan hefur sérstakan sess hjá mörgum og er enn vinsæl og sést víða á kaffihúsum. Heimabökuð er hún guðdómleg og […]

Read More

Brauð með bökuðum CAMEMBERT

Í fallega bænum Bath á Bretlandseyjum er matreiðsluskóli Richard Bertinet. Þangað fór ég fyrir nokkrum árum á vikunámskeið í brauðbakstri þar sem allt sem viðkemur brauði var skoðað í þaula. Á námskeiðinu bökuðum við brauð og borðuðum brauð daginn úr og inn sem er algjört dekur fyrir þá sem hafa áhuga á að læra allt […]

Read More

Allt um egg

# Gott að vita að stærð á eggjum með skurn flokkast í meigindráttum í fjóra flokka lítil, meðalstór,  stór og mjög stór. Lítil egg eru oft 42-50 g á stærð, meðal eru 50-56, stór eru 56-63 og mjög stór eru 63-70. Vigtin er ekki alveg nákvæm en nógu nákvæm til að gefa hugmynd um stærðarmuninn. Það […]

Read More

Peru-súkkulaðibaka

Þessi fallega Franska baka er uppáhald allra tíma og sú baka sem ég hef líklega oftast verið beðin að koma með í Pálínuboð fyrir utan spínatbökuna sem er hér annarstaðar á blogginu. Hún er ekki of sæt og með dásamlegu súkkulaði-vanillubragði á móti perunum. Getur verið eftirréttur á eftir léttri máltíð eða bara með kaffibolla […]

Read More

bökuskel

Bökuskelin sjálf Hlutföllin og hitastig eru lykilatriði, nógu mikið af köldu smjöri til að fá hana stökka og bragðgóða og síðan rétt magn af vökva til að halda henni saman. Til að fá  bökuskelina stökka er atriði að mylja smjörið ekki of smátt í hveitið. Smjörklumparnir eiga að vera eins og smáar baunir að stærð og […]

Read More

Eplakaka með karamellusósu

Nú eru námskeiðin að hefjast hjá okkur aftur eftir jólafrí sem var heldur langt að okkar mati. Við notuðum tímann vel og margar uppskriftir urðu til. Hér kemur ein dásamleg eplakaka fyrir helgina. Við erum alltaf veik fyrir eplakökum hér í Salt Eldhúsi sérstaklega þessa dimmu vetrarmánuði. Lyktin af nýbakaðri eplaköku er engu lík og […]

Read More

Spagetti carbonara

Spagetti carbonara er einn af þeim réttum sem getur verið eins góður vel lagaður og vondur þegar illa tekst til. Ofsoðið pasta syndandi í rjómasósu er kannski minning einhverra um þennan fræga pastarétt en rétt lagaður er hann hreinn unaður. Við notum gjarnan pancetta ef það er fáanlegt en það er söltuð grísasíða, gott er […]

Read More

Ofnréttur með hakki

Hér kemur einn af uppáhaldsréttum okkar. Upphaflega kom hann til þegar við vorum að finna nýjar leiðir að nota hreindýrahakk en það má gjarnan nota þessa uppskrift með nautahakki. Hreindýrahakkið er svo dásamlega bragðmikið að óþarfi er að nota mikil af kryddi en þegar nautahakk er notað er gott að krydda svolítið. Þá nota ég […]

Read More

Humarsúpa

Humarsúpa er eitt af því sem tekur svolítið langan tíma að útbúa ef maður lagar hana frá grunni og gerir soðið sjálfur. Við í Salt Eldhúsi eru dyggir stuðningsmenn þess að eyða tíma í svoleiðis lagað enda engin leið að lýsa því hversu góð hún er og launar svo sannarlega allt erfiðið. Fyrir 4-6 1 […]

Read More

Kjúklingur “Katsu”

Nú er rétti tíminn fyrir eitthvað ljúfengt og nærandi. Mér finnst við hér heima ekki nota rauðkál nógu mikið hrátt en ef það er þunnt sneitt er það góður grunnur í ljúft salat. Mjög gott er að nota mandólín í að sneiða kálið, ódýrt mandólín fékk ég í Pro-Gastro í Kópavogi. Ég nota gulrætur, papriku […]

Read More

Bakaðar kartöflur í andafitu

Þessar kartöflur eru hreinn unaður. Margir eru þessa dagana að kaupa niðurlögð andarlæti í fitu, “Confit du canard”  og er upplagt að nota afgangs fituna til að elda kartöflurnar. Kartöflurnar passa með öndinni en líka með allskonar fínum kjötréttum. Mikilvægt er að sjóða þær fyrst því þá kemur þessi dásamlega áferð, hörð skorpa að utan en […]

Read More

Sósur

Góð steik þarf góða sósu. Hér eru tvær góðar, rauðvínssósa sem er klassíker og góð með öllu kjöti og bláberjasósa sem er góð með lambasteik eða villibráð. Það er list að gera góða sósu enda erum við í Salt Eldhúsi með námskeið í sósugerð nokkrum sinnum á ári. Þessar uppskriftir hér að neðan eru grunnur […]

Read More

Sykurbrúnaðar kartöflur

Ófáir útlendingar hafa lært að gera sykurbrúnaðar kartöflur á námskeiðum hjá okkur í Salt Eldhúsi. Öllum finnst þeim þær hið mesta hnossgæti og virðist þetta vera óþekkt fyrirbæri erlendis sér í lagi vestanhafs. Okkur hér heima þykir mörgum þessar gómsætu kartöflur ómissandi með jólasteikinni. Margar uppskriftir eru til af þeim og virðist hvert heimili hafa […]

Read More

Súkkulaðikókoskökur

80 stk. Margir eiga sínar uppákaldssmákökur og tengjast þær gjarnan æskuminningum. Hér áður fyrr var sterk hefð fyrir smákökubakstri fyrir jól enda ekki úrval af smákökum í verslunum eins og í dag. Byrjað var að baka kökurnar um miðjan nóvember og þær settar í blikkbox og límband sett á samskeytin á lokinu svo óboðnir gestir […]

Read More

Sítrónu marens rúlluterta

Hér er uppskrift að spennandi marens rúllutertu. Sítrónumauk má kaupa tilbúið en heimalagað er alltaf mun betra. Ég gef upp vigtina á hvítunum ef ske kynni að þið eigið þær til í frysti og líka vegna þess að eggin eru misstór og gott að vita að ein eggjahvíta í meðalstóru eggi vigtar yfirleitt 30 g. […]

Read More

Bolludagsbollur

Vatnsdeigsbollur (sem aldrei klikka) Ef þið viljið gera mikið magn af bollum er best að margfalda ekki uppskriftina heldur gera hana bara tvöfalda og síðan aðra lögun aftur. Það er viss hætta á að hlutföllin riðlist til og deigið misheppnast frekar ef uppskriftin er 3-4 földuð. 2 dl vatn50 g smjör120 g hveiti3 meðalstór egg […]

Read More

Ris a la mande

Fyrir 6-8 6 dl mjólk 70 g hrísgrjón, best að nota grautargrjón 20 g smjör 20 g afhýddar möndlur, saxaðar 1 vanillustöng 2 msk. sykur 2 ½ dl rjómi 1 mandla Setjið mjólk, hrísgrjón, smjör og sykur í pott yfir til suðu. Skafið kornin úr vanillustönginni og setjið þau út í ásamt stönginni því hún […]

Read More

Eplasmjörhorn

Eplasmjörhorn eru vinsæl víða um heim. Frakkar kalla þau “Chausson aux pommes” og fást þau í öllum bakaríum sem taka sig alvarlega þar í landi. Í Englandi kallast þau “Apple turnovers” og þykir þar gamaldags bakkelsi eins og amma gerði. Bökuð með heimagerðu smjördeigi eins og kennt er að gera á námskeiðinu “DEIG” hjá okkur […]

Read More