Breska matreiðslublaðið Delicious þekka margir matgæðingar. Þar birtist eitt sinn listi yfir þær 20 bækur sem allir matgæðingar ættu að eiga. Bók Emiko Davies Florentine var þar á meðal og í bókinni fjallar Emiko um matinn í borginni sem hún býr í og elskar, Flórens. Emico er með ferða og matarblogg en þar fann ég […]
Ég á margar uppskriftir af appelsínukökum, hef safnað þeim að mér gegnum árin og er alltaf að leita að þeirri einu réttu sem er best. Þetta er svona svipað og með leitina að bestu súkkulaðikökunni, hún stendur ennþá yfir og er góð átylla að vera sífellt að prófa eitthvað nýtt. Þessi appelsínukaka sem ég gef […]
Frönsk eplabaka er í boði á matseðli á næstum hverju kaffihúsi í París og einnig á fjölmörgum veitingastöðum. Frakkar elska eplabökur en mjög mismunandi er hvernig þær eru útfærðar. Einfaldasta útgáfan er bökubotn með ríkulega af eplum, smurð með apríkósugljáa önnur er bökubotn, eplamauk, epli og gljái ofan á. Hér er uppskrift að eplaböku með […]
80 stk. Margir eiga sínar uppákaldssmákökur og tengjast þær gjarnan æskuminningum. Hér áður fyrr var sterk hefð fyrir smákökubakstri fyrir jól enda ekki úrval af smákökum í verslunum eins og í dag. Byrjað var að baka kökurnar um miðjan nóvember og þær settar í blikkbox og límband sett á samskeytin á lokinu svo óboðnir gestir […]
Mörgum finnst sörubakstur vera flókið mál enda hér á ferðinni tvö grunnatriði í bökunarlist, marensbakstur og franskt smjörkrem. Hvorutveggja er gott að kunna ef manni langar að vera flinkur bakari og sú kunnátta nýtist í allskonar annan bakstur. Franskt smjörkrem er það sem er kennt sem grunnur í Franskri bökunarlist því hægt er að bragðbæta […]
Íslensk bleikja er dásamlegur matur og hráefni sem má matreiða á ótal vegu. Steikt með möndluflögum eins og uppskriftin hér að neðan er hún ótrúlega djúsí og góð. Algerlega okkar uppáhald. Fyrir 4 2-4 bleikjuflök eftir stærð (u.þ.bl. 800 g samtals ) 50 g möndluflögur 2 msk. hveiti 2 msk. olía 2 msk. smjör salt og nýmalaður […]
Þessa dagana erum við að skoða gamlar uppskriftabækur og okkur finnast þessar kökur alltaf svo undurfallegar. Múrsteinar voru einar af mínum uppáhalds smákökum og ég á minningar um að borða fyrst kökuna allan hringinn og marensin síðast, namm ! Heyrði síðan af einni jafnöldru sem komst í kökudunkinn þegar hún var barn. Matur kallar oft […]
Við í Salt Eldhúsi elskum smákökur með smjörbragði og reyndar allar gömlu góðu kökurnar sem voru bakaðar hér áður fyrr eins og spesíur, Bessastaðakökur, hálfmána, gyðingakökur, mömmukökur og þessa fallegu vanillukransa. Í þeim er ekta vanilla og malaðar möndlur sem passa undurvel við fínlega smjörbragðið. 250 g hveiti 125 g flórsykur 100 g afhýddar möndlur, […]
Bessastaðakökur voru bakaðar á Bessastöðum í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís segir kökurnar hafa verið bakaðar í sinni fjölskyldu frá því hún man eftir sér. Vigdís segir þær ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsen þegar hann bjó á Bessastöðum á síðari hluta 19. aldar. Ég tók með mér þessa uppskrift þegar ég flutti til Bessastaða […]
Í Salt Eldhúsi erum við upptekin af því að elda allt frá grunni. Matur og bakstur úr besta fáanlega hráefni er einfaldlega það besta sem til er. Oft vill það vera þannig að það heimatilbúna er miklu betra en keypt tilbúið og þetta möndlusmjör gjörsamlega sprengdi skalann í samanburði við keypt, þó það keypta hafi […]