Þessi fallega Franska baka er uppáhald allra tíma og sú baka sem ég hef líklega oftast verið beðin að koma með í Pálínuboð fyrir utan spínatbökuna sem er hér annarstaðar á blogginu. Hún er ekki of sæt og með dásamlegu súkkulaði-vanillubragði á móti perunum. Getur verið eftirréttur á eftir léttri máltíð eða bara með kaffibolla […]
Nú eru námskeiðin að hefjast hjá okkur aftur eftir jólafrí sem var heldur langt að okkar mati. Við notuðum tímann vel og margar uppskriftir urðu til. Hér kemur ein dásamleg eplakaka fyrir helgina. Við erum alltaf veik fyrir eplakökum hér í Salt Eldhúsi sérstaklega þessa dimmu vetrarmánuði. Lyktin af nýbakaðri eplaköku er engu lík og […]
80 stk. Margir eiga sínar uppákaldssmákökur og tengjast þær gjarnan æskuminningum. Hér áður fyrr var sterk hefð fyrir smákökubakstri fyrir jól enda ekki úrval af smákökum í verslunum eins og í dag. Byrjað var að baka kökurnar um miðjan nóvember og þær settar í blikkbox og límband sett á samskeytin á lokinu svo óboðnir gestir […]
Hér er uppskrift að spennandi marens rúllutertu. Sítrónumauk má kaupa tilbúið en heimalagað er alltaf mun betra. Ég gef upp vigtina á hvítunum ef ske kynni að þið eigið þær til í frysti og líka vegna þess að eggin eru misstór og gott að vita að ein eggjahvíta í meðalstóru eggi vigtar yfirleitt 30 g. […]
50-60 stk Þær eru sannarlega eins og koss þessar ljúfu smákökur með Ítalska bragðinu sem eru ættaðar frá Piedmont á Ítalíu. Ítalir elska bragð af ristuðum heslihnetum og uppáhaldsísinn þeirra “gianduja” er einmitt heslihnetuís. Mikilvægt er að rista hneturnar en við það verða þær alveg dásamlega góðar. 250 g smjör, mjúkt 120 g flórsykur 1 […]
Mörgum finnst sörubakstur vera flókið mál enda hér á ferðinni tvö grunnatriði í bökunarlist, marensbakstur og franskt smjörkrem. Hvorutveggja er gott að kunna ef manni langar að vera flinkur bakari og sú kunnátta nýtist í allskonar annan bakstur. Franskt smjörkrem er það sem er kennt sem grunnur í Franskri bökunarlist því hægt er að bragðbæta […]
Margir eru að horfa á þáttinn Crown þessa dagana og ekki úr vegi að rifja upp hvernig Bretar gera sínar gómsætu skonsur. Lykilatriði að fá léttar skonsur felst í því hvernig þær eru hnoðaðar saman. Það á að leyfa smjörinu í þeim að verða svolítið grófkornótt ekki blanda þar til það verður mjölkennt og líka að […]
Rúllutertur eru partur af æskuminningum margra, ljós með sultu eins og þessi hér, brún með smjörkremi eða brún með banönum og rjóma sem er að finna hér annarstaðar á síðunum. Þetta er einfaldur bakstur, flokkast undir “þeytt deig” þ.e. byrjað á því að þeyta sykur og egg saman. Ég er oft spurð að hversu lengi […]
fyrir 10 Þessi glæsilega hnallþóra hefur, í gegnum árin, verið ofarlega á vinsældalista hjá mörgum fjölskyldum. Hún gengur undir ýmsum nöfnum, stundum kennd við Bessastaði en oftar kölluð Dísudraumur og í minni fjölskyldu Draumterta. Falleg er hún og sannarlega drottning hverrar veislu og líka frábær sem eftirréttur eftir góða máltíð. Marensinn má gera með nokkra […]
Sjónvarpskaka var bökuð næstum fyrir hverja helgi heima hjá mér þegar ég var lítil og hún er bara þannig að öllum finnst hún góð. Hún var líka oft bökuð þegar farið var í sumarbústað, sjónvarpskaka og appelsínukaka voru gjarnan bakaðar til skiptis. Þetta er ein af þeim kökum sem er algjörlega ómótstæðileg nýbökuð þegar kókostoppurinn […]