Sykurbrúnaðar kartöflur

Ófáir útlendingar hafa lært að gera sykurbrúnaðar kartöflur á námskeiðum hjá okkur í Salt Eldhúsi. Öllum finnst þeim þær hið mesta hnossgæti og virðist þetta vera óþekkt fyrirbæri erlendis sér í lagi vestanhafs. Okkur hér heima þykir mörgum þessar gómsætu kartöflur ómissandi með jólasteikinni. Margar uppskriftir eru til af þeim og virðist hvert heimili hafa sína útgáfu. Hér er okkar í Salt Eldhúsi, einföld og klikkar aldrei. Okkur finnst betra að sjóða þær með hýði og skræla síðan, þá tollir sykurinn betur á þeim.

2 dl sykur

40 g smjör

800 g soðnar kartöflur

Stráið sykri í jafnt lag á botninn á rúmgóðri pönnu. Hitið pönnuna og bíðið þar til sykurinn fer að bráðna út með hliðunum. Hrærið þá í sykrinum og bíðið þar til hann er næstum allur bráðinn. Lækkið hitann, það er mikilvægt, bætið smjöri út í og látið það bráðna í sykrinum. Blandan skilur sig aðeins en það er allt í lagi. Bætið kartöflum út í og veltið þeim upp úr sykurblöndunni góða stund eða þar til ykkur finnst nóg sykurhjúpur utanum þær. Passið bara að hafa ekki of háan hita. Berið fram strax.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s