Rabarbarasulta

Hér kemur uppskrift að dásamlegu rabarbarasultunni okkar í Salt Eldhúsi. Hún er talsvert ólík þeirri dökku sultu sem við erum vön að fá úr íslenskum rabarbara,  er líkari berjasultu þegar hún er soðin svona stutt. Best er að nota unga frekar mjóa og rauða stöngla og sjóða hana það stutt að bitarnir haldist að mestu […]

Read More

Marineruð síld

Nú er tími fyrir síld. Lítið mál er að marinera sína eigin síld og engin leið að lýsa því hversu mikið betri hún er. Hér er aðeins brugðið út af þessu hefðbundna hráefni í ediksleginum og þurrkaðar apríkósur hafðar með í honum. Þær eru góðar með sæt-saltri síldinni. 6 saltsíldarflök 2 dl gott edik, t.d. […]

Read More

Saltar sítrónur

Á nokkrum námskeiðum hjá okkur í Salt Eldhúsi eins og Marokkóska námskeiðinu og Mezze smáréttir Mið-Austurlanda notum við saltar sítrónur í matargerðina. Í löndunum að botni Miðjarðahafs er algengt að nota þessar salt-súru sítrónur sem krydd og gefa þær mjög spennandi bragð í matinn. Auðvelt er að gera þær sjálfur en hafa þarf í huga […]

Read More

Hindberjasulta án sykurs

Ekki kjósa allir að nota mikinn sykur, allavega er gott að geta valið hvenær hans er þörf og hvenær ekki. Við í Salt Eldhúsi erum gjarnan að breyta uppskriftum til betri vegar, á ensku kallast það “healthy makeover” og er bara gaman að sjá árangurinn af því, oft finnst ekki mikill munur og samviskan betri […]

Read More

Súrsaðar smágúrkur

Þær eru svo krúttlegar litlu gúrkurnar sem eru til núna. Upplagt að koma þeim í krukku og eiga í vetur. 8-10 litlar gúrkur 2 dl gott edik 3 msk. sjávarsalt 3 msk. sykur 3 dl vatn 4 hvítlauksgeirar, afhýddir 1 msk. kóríanderfræ 1 msk. sinnepsfræ nokkrir dillkvistir hrein krukka jafnhá og gúrkurnar eru   Hitið […]

Read More

Sultaðar apríkósur

  2 bollar  hvítvínsedik 2 bollar vatn 6 msk. sykur 2 tsk. gul sinnepsfræ 400 g þurrkaðar apríkósur, skornar langsum í þunnar sneiðar 1/4 bolli rúsínur 4 lárviðarlauf 4 sultukrukkur (sótthreinsaðar, sjá neðar)   Blandið ediki, vatni, sykrinum og sinnepsfræjunum saman í pott og sjóðið þar til sykurinn er uppleystur. Bætið aprikósunum og rúsínunum út […]

Read More

Sultaðar rauðrófur

  Nú er rétti tíminn að sulta rauðrófur, þegar þær eru nýjar og góðar. Í þessari uppskrift eru rófurnar bakaðar en þannig halda þær bæði næringarefnum og verða bragðmeiri eftir sultun. Með kryddunum verða þær mikið lostæti og erfitt að geyma þær til jóla en mjög auðvelt er að margfalda uppskriftina. 1 kg ferskar rauðrófur […]

Read More

Ferskjusulta

Ferskjusulta er undurgóð. Í heimagerðri sultu stjórnar maður því hversu mikill sykur er í henni. Í sultum sem eru keyptar í búð er vanalega notaður jafnmikil sykur og ávextir eða jafnvel meira eins og í appelsínumarmelaði. Sultuna þarf þó að geyma í ísskáp en hún geymist þar í 6-8 mánuði, þ.e.a.s. ef hún klárast ekki […]

Read More

Krækiberjasaft

Hér er uppskrift að krækiberjasaft eins og amma gerði.  Í þá daga var hakkavél notuð til að ná safann úr berjunum en nú eiga flestir matvinnsluvél og einhverjir eiga safapressu sem er mjög gott að nota. Berin eru hituð til ná sem mestum safa úr þeim en ef þið hins vegar eruð með safapressu er […]

Read More

Góð ráð við sultugerð

Byrjandi í sultugerð ? Fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í sultugerð er betra að byrja á berja eða ávaxtamauki frekar en en hlaupi. Mauk er auðvelt að laga og ef það stífnar einhverra hluta ekki er það þó alltaf dásamlegt á bragðið og klárast alltaf. Gerið minni uppskriftir Ef þið eruð óvön […]

Read More