Kartöflusalat með kapers og ólífuolíu

Nú eru nýjar kartöflur í verslunum eða bara í garðinum hjá sumum forsjálum sælkerum og um að gera að dekra svolítið við þær.

700 g kartöflur

3 msk. rauðvínsedik eða annað gott edik

½ tsk. gott salt

5 msk. ólífuolía

2 msk kapers

2 msk. ferskar kryddjurtir, dill, steinselja eða basil

nýmalaður pipar

Sjóðið kartöflur í saltvatni þar til þær eru meyrar. Kælið þær lítillega og skerið síðan í þykkar sneiðar. Raðið þeim á fat með sárið upp. Setjið rauðvínsedik og salt í skál og þeytið olíuna út í. Hellið yfir kartöflurnar á meðan þær eru enn volgar. Dreifið kapers og kryddjurtum yfir og malið vel að pipar yfir allt saman. Berið fram m.a. með grilluðum fisk, pylsum eða bara grænmetisréttur með góðu salati. Dugir sem meðlæti fyrir fjóra.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a comment