Humarsúpa

Humarsúpa er eitt af því sem tekur svolítið langan tíma að útbúa ef maður lagar hana frá grunni og gerir soðið sjálfur. Við í Salt Eldhúsi eru dyggir stuðningsmenn þess að eyða tíma í svoleiðis lagað enda engin leið að lýsa því hversu góð hún er og launar svo sannarlega allt erfiðið.

Fyrir 4-6

1 kg súpuhumar (smærri tegundin)

5 msk. olía

1 laukur, afhýddur 

1 gulrót, flysjuð

1 sellerístilkur

½ blaðlaukur

2 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 msk. tómatpúra

1 lárviðarlauf

3 einiber

1 timiangrein eða ½ tsk. þurrkað

1 tsk. paprikuduft

1 tsk. salt

10 piparkorn

½ dl koníak eða brandí

1 dl hvítvín

1.5 líter fiskisoð eða vatn og fiskikraftur

Til að þykkja súpuna:

30 g smjör

3 msk. hveiti

1 tsk. koníak eftir smekk

1 dl rjómi (má vera 1-2 dl, fer eftir smekk)

1 dl rjómi til að þeyta, (út á súpuna í lokin)

Soðið:

Losið humarinn úr skelinni og setjið humarkjötið í kæli. Passið að fjarlægja görnina. Steikið humarskeljarnar á djúpri pönnu í 3 msk. olíu. Setjið síðan skeljarnar í rúmgóðan pott. Saxið allt grænmetið og steikið vel í 2 msk. olíu, á pönnunni, bætið síðan tómatpúru og kryddi á pönnuna og látið krauma í 1-2 mín. Bætið koníaki og hvítvíni á pönnuna og látið malla í 1 mín. Hellið grænmetinu í pottinn hjá skeljunum. Bætið nú fiskisoði í pottinn ásamt salti og piparkornum og látið suðuna koma upp. Nú fer eldhúsið að ilma dásamlega, sjóðið þetta saman með lok á pottinum í 1 ½ klukkustund. Fleytið nú fitu og sora ofan af soðinu ef þarf. Sigtið soðið í annan pott. Smakkið soðið til og sjóðið án þess að hafa lok þar til ¾ hluti af soðinu er eftir. Þetta fer þó alveg eftir smekk hversu mikið þið sjóðið súpuna mikið niður, hér verðið þið að smakka til. 

Súpan:

Útbúið smjörbollu með því að bræða smjör og bæta hveiti út í.  Takið humarsoðið af hitanum og setjið smjörbolluna út í meðan þið pískið duglega í. Setjið aftur til suðu og látið súpuna sjóða í nokkrar mínútur. Magn sem þarf til að þykkja fer eftir hversu mikið magn er af soði og þarf því að vera með ljósan maizena-þykki á kantinum ef þarf að þykkja meira. Bætið rjóma og e.t.v. örlitlu koníaki út í. Smakkið til, setjið nokkra humarhala á hvern disk og  sjóðandi súpu yfir, toppið með vænni rjómaslettu á hvern disk. Ef þið ætlið að nota alla súpuna getið þið líka sett humar, áætlað magn pr. mann, út í súpuna og látið sjóða örstutta stund.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s