Þorskhnakki með krydduðum smjörbaunum

Þorskhnakkar eru að mínu mati eitt af því besta sem til er. Þá má matreiða á óteljandi vegu og er þessi uppskrift, hnakki með baunum oft á matseðlinum. Uppskriftin er síbreytileg og fer bara eftir því hvað leynist í ísskápnum og hvort í boði sé að hafa spariúrgáfuna sem er þá borin fram með brúnuðu smjöri.

4 þorskhnakkar, 200 g hver samtals 800 g
4 msk. hveiti
2 msk. olía og 1-2 msk. smjör
salt og pipar

Kryddaðar smjörbaunir:
2 msk. olía
2 dósir smjörbaunir eða hvítar baunir, safi sigtaður frá
2-4 vorlaukar eða ½ púrrulaukur
1 ferskt rautt chili, saxað smátt, fræ með ef þið þolið það
3-4 sneiðar serrano-skinka, parma-skinka eða 2 sn. beikon, smátt saxað
2 hvítlauksgeirar, sneiddir fínt
1 dl hálfsólþurrkaðir tómatar, saxaðir (má sleppa)
lítil hnefafylli steinselja, basil eða dill (eftir því hvað er til)
Jómfrúarolía eða smjör til að bera fram með

Hitið ofninn í 180°C. Hitið olíu og smjör á pönnu, veltið hnökkum upp úr hveiti og brúnið vel á báðum hliðum, saltið og piprið. Setjið fiskinn á bakka og inn í ofninn í 5 mín eða þar til hann er nær steiktur í gegn (hann heldur áfram að steikjast örlítið eftir að hann ef kominn úr ofninum). Tíminn fer eftir þykkt stykkjana og þarf að fylgjast með honum. Haldið honum heitum.
Hitið olíu á pönnu og steikið vorlaukinn, chili, skinku og hvítlauk í þessari röð á pönnuni. Bætið tómötum og baunum á pönnuna og hitið allt vel í gegn. Berið þorskinn fram með baunum, og jómfrúarolíu eða brúnuðu smjöri. Uppskriftin er fyrir 4.

Brúnað smjör er gert þannig að 100 g smjör er sett í pott og brætt þar til það fer að brúnast. Fyrst mun smjörið bráðna, síðan mun það byrja að “poppa” og frussast og þá er gott að bregða loki yfir pottinn á meðan að það er ganga yfir svo svo smjörið svettist ekki yfir allt eldhús. Þegar allt vatn hefur gufað upp (smjör er um 20% vatn), mun það hætta að “poppa” og byrjar að freyða. Froðan sem stígur upp er gullin að lit og þegar froðan breytir um lit og verður karamellulituð, skal taka smjörið af hitanum og hella því í skál. Á þessu stigi munuð þið líka finna öðruvísi lykt af smjörinu, en það ilmar alveg dásamlega af ristuðum hnetum og karamellu. Þetta er hægt að gera áður en þið steikið fiskinn.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s