Möndlusteikt bleikja

Íslensk bleikja er dásamlegur matur og hráefni sem má matreiða á ótal vegu.  Steikt með möndluflögum eins og uppskriftin hér að neðan er hún ótrúlega djúsí og góð. Algerlega okkar uppáhald.

Fyrir 4

2-4 bleikjuflök eftir stærð (u.þ.bl. 800 g samtals )

50 g möndluflögur

2 msk. hveiti

2 msk. olía

2 msk. smjör

salt og nýmalaður pipar

Byrjið á að flaka bleikjuflökin og beinhreinsa ef þess þarf, oftast eru þau beinhreinsuð en borgar sig að athuga það. Skerið flökin í passlega bita til að steikja. Blandið möndlum og hveiti saman og setjið í skál. Hitið olíu og smjör saman á rúmgóðri pönnu. Veltið bleikjunni upp úr möndluhveitinu og steikið gullið á báðum hliðum. Tíminn fer eftir þykkt stykkjana en það má reikna með að steikja þau 2 mín á hvorri hlið. Saltið og piprið yfir fiskinn báðum megin. Gott er að bera fram soðnar kartöflur og/eða soðið blómkál eða spergilkál með klípu af smjöri. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s