Grilluð lúðusteik með Beurre blanc

Stórlúða er fyrir mig eins og góð steik. Vel elduð þarf ekkert meira en gott salt og nýmalaðan pipar til að heiðra hana. Franska klassíkin er aldrei langt undan hjá okkur í Salt Eldhúsi og þessi smjörsósa er að mínu mati algjör drottning og mín uppáhalds. Lúðan, eins heiðarleg og dásamleg og hún er, ekkert auka, bara hún sjálf með salti og pipar, soðnar kartöflur og þessari undurgóðu flauels smjörsósu sem er dásemdin ein. Einfalt er alltaf klassi !

3 sneiðar stórlúða, (800-1000g) gott er að hafa þær frekar þykkar ef á að grilla, ca 4 cm, látið fisksalann vita að þið ætlið að grilla, hann þekkir þykktina.

2 msk. olía

sjávarsalt og nýmalaður pipar

Hitið grillið. Penslið lúðuna á báðum hliðum með olíu. Gott er að nota pottjárnshellu við að grilla fisk, hitið hana vel á grillinu. Setjið fiskinn á helluna og saltið og piprið. Grillið þar til þið sjáið að fiskurinn er farinn að eldast inn að miðju, snúið við og eldið á hinni hliðinni, saltið og piprið. Berið fram með soðnum kartöflum sem eru skrældar fyrst og soðnar í saltvatni í 20 mín og Franskri smjörsósu. Passar fyrir 4. 

Frönsk smjörsósa – Beurre blanc

Fyrir 4

¾ dl hvítvín

1 meðalstór skalotlaukur, saxaður smátt

200 g kalt smjör 

1 msk. sítrónusafi 

salt og pipar

Setjið hvítvín og skalotlauk í pott. Sjóðið niður um helming, þ.e. sjóðið þar til helmingurinn af hvítvíninu er gufað upp. Skerið smjörið í 5 sneiðar. Takið pottinn af hitanum og setjið smjörbita út í, einn í einu, á meðan þið hrærið duglega í. Setjið annan smjörklump í þegar fyrsti er næstum bráðinn og svo koll af kolli með allt smjörið. Ef hitinn á pottinum er ekki nógu mikill til að bræða smjörið er gott að bregða honum á hitann í nokkrar sekúndur en smjörið á að vera bráðið en samt frekar þykkt eins og sósa. Þess vegna þarf að passa að hitinn sé passlegur. Gott er að nota písk til að þeyta. Ég nota lítinn stálpott með þykkum botni og þegar ég tek hann af hitanum er nægur hiti á honum til að bræða smjörið passlega. Smakkið til með sítrónusafa , salti og pipar.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s