Vanillukrem – Creme pattisiere

Hér er uppskrift að vanillukremi sem er notað í hina ýmsu eftirrétti og kökur eins og triffli, franska jarðaberjaböku, krem í vatnsdeigskökur, í vínarbrauð og ótal margt fleira. Uppskrift gerir 640 g tilbúið krem en það er t.d. nóg til að setja í botninn á bakaðri bökuskel og raða síðan annað hvort jarðaberjum eða öðrum ávöxtum ofan á.

4 ½  dl mjólk

½ vanillustöng, skorin eftir endilöngu 

6 eggjarauður

120 g sykur

40 g maizenamjöl eða kartöflumjöl

2 msk. smjör

vanilludropar eftir smekk (smakkið til)

Setjið mjólk í pott og hitið að suðu, takið af hitanum. Skafið fræin úr vanillustönginni og setjið þau út í mjólkina ásamt stönginni sjálfri og látið bíða með lok á pottinum í 15 mín til að hún taki bragðið vel af vanillunni. Setjið eggjarauður, sykur og maizenamjöl í skál og þeytið saman í nokkran mínútur. Fjarlægið vanillustöngina og hellið mjólkinni út í eggjahræruna. Hellið þessu öllu aftur í pottinn og sjóðið á meðalhita þar til blandan er þykk. Takið af hitanum og bætið smjöri út í, smakkið til með vanilludropum. Hellið í skál, setjið plastfilmu á skálina svo ekki komi skán á kremið og kælið í a.m.k. 2 klst. Þetta magn er nóg til að setja í bökuskel t.d. fyrir jarðarberjaböku.  

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s