Eplasmjörhorn

Eplasmjörhorn eru vinsæl víða um heim. Frakkar kalla þau “Chausson aux pommes” og fást þau í öllum bakaríum sem taka sig alvarlega þar í landi. Í Englandi kallast þau “Apple turnovers” og þykir þar gamaldags bakkelsi eins og amma gerði. Bökuð með heimagerðu smjördeigi eins og kennt er að gera á námskeiðinu “DEIG” hjá okkur eru þau algjörlega ómótstæðileg.

Eplasmjörhorn

8 stk.

400 g smjördeig

25 g smjör

3 epli, afhýdd og skorin í litla bita

80 g sykur

börkur af 1 lítilli sítrónu

1 egg til að pensla með

Hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjörið í potti og bætið eplum, sykri og sítrónuberki í pottinn. Látið malla við hægan hita í u.þ.bl. 5 mínútur. Rúllið nú smjördeigið út í ferhyrning u.þ.bl. 60×30 cm. Skiptið í 8 ferhyrninga. Setjið bökunarpappír á ofnplötur.

Sláið eggið saman í skál. Skiptið eplafyllingunni á milli á ferningana og leggið saman svo myndist þríhyrningar. Klemmið saman, e.t.v. með gaffli. Penslið með eggi og bakið í ofni í 20 mín, eða þar til gullin og girnileg. Fyllingin í hornunum er mjög heit þegar þau eru nýbökuð og því gott að láta þau bíða á borðinu um stund áður en þau eru borðuð.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s