Peru-súkkulaðibaka

Þessi fallega Franska baka er uppáhald allra tíma og sú baka sem ég hef líklega oftast verið beðin að koma með í Pálínuboð fyrir utan spínatbökuna sem er hér annarstaðar á blogginu. Hún er ekki of sæt og með dásamlegu súkkulaði-vanillubragði á móti perunum. Getur verið eftirréttur á eftir léttri máltíð eða bara með kaffibolla eða te. Yndisleg nýbökuð en má líka frysta og hita upp frosna við 100°C í 15 -20 mín. 

Bökuskel:

180 g hveiti

100 g kalt smjör í bitum

2 msk sykur

½ tsk salt

1 eggjarauða

1 msk ískalt vatn

Fylling:

1 stórt egg

1 eggjarauða

1 ½ dl rjómi

½ tsk vanilludropar

4 þroskaðar perur

100 g súkkulaði 70 %

2 msk sykur 

Byrjið á því að útbúa bökuskelina eftir þeirri aðferð sem ykkur hugnast, sjá “góð ráð” annarstaðar á blogginu. Sigtið hveitið  á borðið, bætið sykri og salti í og myljið smjörið saman við. Gerið laut í hveitið og  setjið eggjarauðuna og vatn þar í og hnoðið saman þar til vel samlagað (þetta má líka gera í skál). Pakkið deiginu í bökunarpappír og geymið í ísskáp í 15 mín. Einnig má laga deigið í matvinnsluvél. Þá er allt nema eggjarauða og vatn sett í vélina stillt á mesta hraða í 1 mín, passið að smjörið sé ennþá sjáanlegt, rauðu og vatni bætt í og hrært saman aðra mín eða þar til vel samlagað. 

Hitið nú ofninn í 200°C. Smyrjið 22-24 cm bökuform. Fletjið deigið út á hveitistráð borð ca. 30 cm á kant, leggið deigið í formið. Ekki hafa áhyggjur þó að deigið sé ekki samfellt þá er bara að skeyta og bæta. Kælið deigið á meðan þið útbúið fyllinguna. Hrærið egg og eggjarauðu saman í skál. Bætið rjóma og vanillu út í og hrærið vel saman. Skrælið og kjarnhreinsið perurnar, skerið í þunnar sneiðar þversum og leggið til hliðar. Saxið súkkulaðið gróft og leggið í bökuskelina. Raðið perunum ofan á, passið að láta þær halla rétt (sjá mynd). Hellið sósunni yfir stráið sykri yfir perurnar. Bakið kökuna í 10 mín lækkið hitann á ofninum í 180°C og bakið áfram í 25-30 mín. Berið bökuna fram með rjóma sem er léttþeyttur með 1-2 tsk vanillusykri. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s