Frönsk eplabaka – Tarte fine aux pommes

Eplakaka eins og Frakkar vilja hafa hana, epli epli epli, það er það sem þessi baka stendur fyrir. Botninn er smjördeig, eitt af því sem er kennt að gera á “deig” námskeiðinu hjá okkur. Frábær með örlítið sættum sýrðum rjóma.

8-10 sneiðar

200 g smjördeig

3-4 epli, Granny Smith magn fer eftir stærð

200 g eplamauk

60 g smjör

60 g sykur

1 msk. vanillusykur

Hitið ofninn í 180°C (175 °C blástur). Setjið bökunarpappír í botninn á 26 cm bökunarformi Fletjið smjördeigið út skerið í kringlótta köku sem passar í formið. Afhýðið eplin og skerið í frekar þunnar sneiðar. Setjið eplamauk í þunni lagi á smjördeigsbotninn og raðið eplunum þar ofan á. Bræðið smjörið og bætið sykri og vanillusykri í. Penslið eða notið skeið og þekjið eplinn með smjörblöndunni. Bakið kökuna í 30 mín. Berið fram volga.

Gott er að bera sýrðan rjóma 36% sem er bragðbættur með örlitlum sykri og vanillukornum með. Það gera Frakkar.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s