Eplakaka eins og Frakkar vilja hafa hana, epli epli epli, það er það sem þessi baka stendur fyrir. Botninn er smjördeig, eitt af því sem er kennt að gera á “deig” námskeiðinu hjá okkur. Frábær með örlítið sættum sýrðum rjóma.
8-10 sneiðar
200 g smjördeig
3-4 epli, Granny Smith magn fer eftir stærð
200 g eplamauk
60 g smjör
60 g sykur
1 msk. vanillusykur
Hitið ofninn í 180°C (175 °C blástur). Setjið bökunarpappír í botninn á 26 cm bökunarformi Fletjið smjördeigið út skerið í kringlótta köku sem passar í formið. Afhýðið eplin og skerið í frekar þunnar sneiðar. Setjið eplamauk í þunni lagi á smjördeigsbotninn og raðið eplunum þar ofan á. Bræðið smjörið og bætið sykri og vanillusykri í. Penslið eða notið skeið og þekjið eplinn með smjörblöndunni. Bakið kökuna í 30 mín. Berið fram volga.
Gott er að bera sýrðan rjóma 36% sem er bragðbættur með örlitlum sykri og vanillukornum með. Það gera Frakkar.