Frönsk eplabaka – Tarte aux Pommes

Frönsk eplabaka er í boði á matseðli á næstum hverju kaffihúsi í París og einnig á fjölmörgum veitingastöðum. Frakkar elska eplabökur en mjög mismunandi er hvernig þær eru útfærðar. Einfaldasta útgáfan er bökubotn með ríkulega af eplum, smurð með apríkósugljáa önnur er bökubotn, eplamauk, epli og gljái ofan á. Hér er uppskrift að eplaböku með möndlukremi, sem er kallað “fragipane” á frönsku. Þessi útgáfa er með mikið af eplum og apríkósugljáa ofan á. Í kaflanum hér á blogginu um bökur er farið vel yfir hvernig er best að gera góða bökuskel. Það er gaman að kunna þá list og skilar sér í að njóta þessarar undurfallegu og gómsætu böku.

300 g sætt bökudeig, sjá bökuskel annarstaðar á blogginu

Hitið ofninn í 180°C. Rúllið deigið út á hveitistráðu borði og setjið í bökuform. Pikkið í botninn með gaffli og stingið í ísskáp í 10 mín. Setjið bökunarpappír og farg t.d. þurrar baunir t.d. kjúklingabaunir, á pappírinn ( sem má nota aftur og aftur) og forbakið bökuskelina í 10-15 mín. Þetta kallast “blind baking” á ensku. Pappírinn og fargið er haft ofan á til að botninn lyfti sér ekki og fyllinginn komist fyrir. Fjarlægið pappír og baunir.

Jafnið möndludeiginu  í bökuskelina. Afhýðið eplin, skerið þau í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Raðið eplum fallega ofan á, þannig að sneiðarnar séu ofan á hver annari, byrjið í ysta hring og vinnið inn að miðjunni.  Raðið þétt, þetta er mikið af eplum. Bakið bökuna í 30-35 mín. Penslið eplin með bræddu smjöri þegar þau hafa bakast í 5 mín. af bökunartímanum. Hitið apríkósusultuna með 2 msk. af vatni svo hún verði þynnri og penslið kökuna með henni. Voila! Ekta frönsk eplakaka. Berið fullfeitan sýrðan rjóma eða þeyttan rjóma fram með henni. 

Möndludeig – Fragipane:

100 g smjör, mjúkt

70 g sykur

2 egg, stór (65-70 g)

100 g möndlur malaðar

1 tsk. vanilludropar

Hrærið smjör og sykur í hrærivél eða með þeytara þar til það er ljóst og kremkennt. Stoppið vélina og notið sleikju til að skafa niður með hliðunum  annars lagið svo allt blandist nú vel.  Bætið eggjum út í einu í einu og hrærið vel saman við. Bætið möndlum og dropum í og hrærið saman. 

Eplafylling:

4 stór epli, gjarnan Granny Smith (eða sem nemur vigt 600 g)

40 g smjör, brætt

4 msk. apríkósusulta

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s