Súkkulaði-banana baka

8×8 cm eða 1 x22-24 cm

Bökuskel:

180 g hveiti

3 msk. flórsykur

100 g kalt smjör í bitum

1 eggjarauða

3 msk.  ískalt vatn

Hitið ofninn í 180°C. Setjið hveitið og sykur í skál, myljið smjörið saman við þar til smjörið er eins og smáar baunir. Önnur aðferð er að setja hveiti og smjör á borðið og saxa það saman með stórum hníf. Pískið eggjarauðu og vatn saman í skál. Gerið laut í hveitið og  setjið eggjablönduna þar í og hnoðið létt saman þar til deigið er samlagað. Pakkið deiginu í plastfilmu eða bökunarpappír og geymið í ísskáp í 15 mín. Hitið ofninn í 160°C á blástur. Skiptið deiginu niður í 8 bita ef þið eruð með lítil form. Rúllið deigið út og setjið í form. Setjið svolítið af bökunarpappír á botninn og þurrar baunir ofan á. Bakið í 10 mín. Fjarlægið pappír og baunir og  bakið áfram í 5-6 mín eða þar til botninn er farinn að taka lit.

Fylling:

2 dl rjómi, fullfeitur

40 g smjör

220 g súkkulaði, saxað fínt

2 stórir bananar

3 msk. vatn

50 g sykur

2 msk. sítrónusafi

1 msk dökkt romm (má sleppa)

Hitið rjóma og smjör saman í potti. Setjið súkkulaði í skál, gott að nota stálskál hún hitnar betur. Hellið rjómablöndunni yfir súkkulaðið, látið bíða í 3-4 mín. Þeytið síðan saman með písk þar til súkkulaðið er blandað saman við og blandan er þykk og gljáandi. Kælið í ísskáp svolitla stund en fylgist vel með, þetta má alls ekki storkna of mikið.

Hellið súkkulaðiblöndunni í bökuskelina. Skerið bananana í sneiðar og raðið fallega ofan á súkkulaðið. Sjóðið vatn, sykur í potti, bætið sítrónu og rommi út í. Kælið örlítið. Penslið ofan á bananana með sykursírópinu.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s