Gulrótarkakan holla

Margir hafa áhuga á að minnka við sig sykur og við í Salt Eldhúsi höfum það að reglu að sleppa sykri nema hann sé algjörlega ómótstæðilegur í formi gómsætrar köku (sem er reyndar ansi oft). Þessi uppskrift að gulrótaköku varð til í tilraun til að baka köku án þess að nota hvítan sykur eða hvítt hveiti. Útkoman var frábær og langar okkur að deila henni með ykkur. Við notuðum stórar Medaljon döðlur þannig að ef þið notið þessar litlu þarf að bæta aðeins við magnið. Þið getið líka sleppt því að nota hunangið og bæta þá aðeins við af döðlum. Það á líka við um kremið, nota 5 döðlur ef þið notið ekki hunang.

3 egg

1-2 bananar, vel þroskaðir (150 g án hýðis)

10 stórar Medaljon döðlur, steinhreinsaðar

3 msk. hunang

6 msk. olía

2 dl heilhveiti

1 ½ tsk. lyftiduft

½ – 1 tsk. kanell

3-4 meðalstórar gulrætur, rifnar fínt á rifjárni

1 dl kókosmjöl

1 dl valhnetur eða pecanhnetur, saxaðar gróft

1 dl rúsínur

Hitið ofninn í 180°C. Setjið egg, banana, döðlur (án steina) og hunang í matvinnsluvél og vinnið þar til vel blandað saman. Þið getið sleppt hunangi ef þið viljið ekki nota neitt sætuefni og bæta þá við 5 döðlum. Bætið olíu, hveiti, lyftidufti og kanel í og blandið þar til samlagað, passa samt að hræra ekki of mikið. Bætið gulrótum, kókosmjöli, valhnetum og rúsínum í og vinnið saman með stuttum slögum þar til rétt blandað saman. Hellið í form 22“-24“ stórt. Gott að setja bökunarpappír á botninn og smyrja hliðar með olíu. Bakið í miðjum ofni í 40 mín. Takið kökuna úr forminu og kælið. Smyrjið kremi ofan á og skreytið með límónu eða sítrónuberki.

salt eldhus gulrótarkaka.jpg

Krem:

200 g rjómaostur

3 msk. hunang

½ límóna, örlítið af safa í kremið og börkur rifinn ofan á kökuna

Blandið öllu saman og smakkið til með meira af hunangi eða límónu.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s