Jólakaka

Jólakaka hefur alltaf verið í uppáhaldi og uppskriftin hér að neðan niðurstaða eftir ýmsar tilraunir. Stórar rúsínur, sem er hægt að nálgast í næsta stórmarkaði og stundum í tyrknesku búðinni, er mjög gott að nota en heilar steittar kardimommur eru þó lykilatriði. Mikill munur getur verið á bragðgæðum á rúsínum og ég hvet ykkur, sem eruð fyrir þær, til að skoða úrvalið og gera samanburð. Ég sker þessa köku í þykka bita og frysti sneiðarnar tvær og tvær saman með bökunarpappír á milli. Þannig er hægt að grípa köku með í nesti í sveitina því hvað er betra en svart kaffi og heimabökuð jólakaka úti í náttúrunni.

 

175 g smjör, mjúkt

175 g sykur

2 egg, stór

250 g hveiti

1 ½ tsk. lyftiduft

½ – 1 tsk. steyttar kardimommur (u.þ.b. 2 tsk. heil hylki) gott að nota mortel

1 dl rúsínur, stórar eru bestar, ef þið fáið þær

1 tsk. vanilludropar

1 ¼ dl mjólk

 

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til það er ljóst og kremkennt. Bætið eggjum í einu í einu og hrærið vel saman. Ef deigið skilur sig er gott að setja 1-2 msk. af hveitinu út í og hræra áfram, annars er allt í lagi þó deigið sé ekki algjörlega samfellt. Setjið nú hveiti, lyftiduft, steyttar kardimommur og rúsínur í skál og blandið þessu vel saman. Skerið eða klippið stærstu rúsínurnar í tvennt ef þær eru mjög stórar. Bætið hveitiblöndunni í deigið ásamt mjólk og vanilludropum og hrærið saman í samfellt deig. Smyrjið eða setjið bökunarpappír á botn og upp með lengri hliðunum á stóru (25-30 cm) jólakökuformi. Jafnið deiginu í formið. Bakið kökuna í 50-60 mín.

 

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s