Ástarpungar

Þó það væri ekki nema fyrir nafnið eru þeir ómótstæðilegir ástarpungarnir. Þeir eru mun fljótlegri að henda í en kleinur og þar að auki með rúsínum sem sum okkar elska en aðrir alls ekki. Nýsteiktir með mjólk eða kaffi eru þeir dásamlegir og minna sum okkar á sumarkvöld í sveitinni.

4 bollar hveiti

1 bolli sykur

4 tsk. lyftiduft

2 egg

1 ½ bolli mjólk

1 tsk. vanilludropar

1 dl rúsínur

¾ -1 líter matarolía

Í uppskriftinni eru notuð bollamál. Setjið hveiti, sykur og lyftiduft í skál og blandið saman. Brjótið eggin út í og hellið mjólkinni ásamt vanilludropunum í. Hrærið saman í samfellt deig með sleif. Bætið síðan rúsínum út í og hrærið saman við. Hitið olíuna í meðalstórum pott. Mótið litlar kúlur úr deiginu með 2 litlum matskeiðum og steikið í olíunni þar til ljósbrúnir. Passið að hafa þá ekki of stóra því þá eru þeir lengur að steikjast og geta verið hráir innaní. Eins þarf að passa að olían verði ekki of heit svo þeir verði ekki of dökkir. Dásamlega góðir nýbakaðir með kaffi eða mjólk.Úr uppskriftinni fást 34-36 stykki.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s