Sætkrydduð Grísarif með Asískum kryddum

Namm ! puttamatur. Margir sælkerar elska að naga bein en hér er réttur þar sem bein eru elduð sérstaklega til að naga. Kryddin eru dásamleg og sósan breytir þessum grísarifjum í upplifun fyrir sælkera. 5-spice kryddblöndu er hægt að fá í Asíubúðunum en það er líka auðvelt að gera sjálfur. Sichuan-pipar er frá Kína. Þennan rétt verða allir að prófa !

fyrir 3-4

2 kg grísarif (baby-back)

3 msk. púðursykur

1msk. sjávarsalt

1 msk. 5-spice

 Hitið ofninn í 170°C (160°C á blástur). Setjið álpappír í ofnskúffu, gott að nota pappír sem er sterkur og hylur skúffuna alveg. Hreinsið himnuna sem er beinamegin á rifjunum. Best er að nota lítinn hníf og plokka himnuna upp á mjórri endanum. Þegar þú ert komin með tak á himnunni er hægt að rífa hana af í einu lagi. Þetta er smá nostur en skiptir máli því himnan er leiðinleg undir tönn, eftir tvö rif eruð þið komin upp á lag með þetta. Skerið hvert rif í tvo hluta, þá er auðveldara að koma þeim í skúffuna. Blandið púðursykri, salti og kryddi saman og nuddið kjötið með því á báðum hliðum. Raðið kjötinu í einu lagi í ofnskúffuna og hellið 3 ½ dl af vatni í skúffuna. Hyljið kjötið með álpappír og bakið þetta í 1 ½ klukkustund. Lagið sósuna og leggið til hliðar. 

Takið kjötið úr ofninum og stillið ofninn á grill. Penslið kjötið með sósunni og grillið þar til það fer að krauma, snúið bitunum við og penslið hinum megin og grillið þá hlið. Berið fram mað hrísgrjónum og góði salati, e.t.v. salati sem er með “Katsu kjúkling” hér annar staðar á blogginu. 

Sósa:

1 dl sojasósa

1 dl Hosin-sósa

3 msk. hunang

1 msk. rifið engifer

4 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 tsk. 5-spice

Setjið allt í pott og sjóðið saman í 2-3 mín.

5-spice kryddblanda:

1 msk. fennelfræ

1 msk. negull

1 msk. stjörnuanís

1 msk. Sichuan-pipar

1 msk. kanelduft

Setjið allt nema kanelduft í  mortel, kryddkvörn eða kaffikvörn og malið fínt. Bætið kanel út í og malið saman þar til vel samlagað. Geymið í krukku á þurrum stað. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s