Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.
Frakkar gera allskyns flottar kökur og eftirrétti úr vatnsdeiginu og leika með það á ýmsa vegu m.a. með því að setja stökkan topp ofan á það. Þeir kalla þessar bollur “Choux craquelin” Hér er uppskrift að þessum gómsætu bollum. Athugið að hér eru eggin gefin upp í grömmum því þetta deig er viðkvæmt fyrir hlutföllum […]
Pastaréttir eru mikill kósímatur og er lasagna þar örugglega fremst í flokki. Hér er okkar uppskrift að þessum dásamlega rétt. Uppskrift er bara uppskrift og er alltaf mismunandi hver útkoman verður eftir því hvernig hráefnið er og ekki síst hver eldar því hver hefur sitt lag á. Maturinn verður alltaf jafngóður og hráefnið sem fer […]
Frönsk eplabaka er í boði á matseðli á næstum hverju kaffihúsi í París og einnig á fjölmörgum veitingastöðum. Frakkar elska eplabökur en mjög mismunandi er hvernig þær eru útfærðar. Einfaldasta útgáfan er bökubotn með ríkulega af eplum, smurð með apríkósugljáa önnur er bökubotn, eplamauk, epli og gljái ofan á. Hér er uppskrift að eplaböku með […]
Gulrótakökur urðu mjög vinsælar hér heima í kringum 1980 og var boðið upp á þær á hverju kaffihúsi í bænum. Þessi kaka var og er enn mikið bökuð á mínu heimili og þá gjarnan “helgarkakan”. Gulrótakakan hefur sérstakan sess hjá mörgum og er enn vinsæl og sést víða á kaffihúsum. Heimabökuð er hún guðdómleg og […]
Í fallega bænum Bath á Bretlandseyjum er matreiðsluskóli Richard Bertinet. Þangað fór ég fyrir nokkrum árum á vikunámskeið í brauðbakstri þar sem allt sem viðkemur brauði var skoðað í þaula. Á námskeiðinu bökuðum við brauð og borðuðum brauð daginn úr og inn sem er algjört dekur fyrir þá sem hafa áhuga á að læra allt […]
# Gott að vita að stærð á eggjum með skurn flokkast í meigindráttum í fjóra flokka lítil, meðalstór, stór og mjög stór. Lítil egg eru oft 42-50 g á stærð, meðal eru 50-56, stór eru 56-63 og mjög stór eru 63-70. Vigtin er ekki alveg nákvæm en nógu nákvæm til að gefa hugmynd um stærðarmuninn. Það […]
Þessi fallega Franska baka er uppáhald allra tíma og sú baka sem ég hef líklega oftast verið beðin að koma með í Pálínuboð fyrir utan spínatbökuna sem er hér annarstaðar á blogginu. Hún er ekki of sæt og með dásamlegu súkkulaði-vanillubragði á móti perunum. Getur verið eftirréttur á eftir léttri máltíð eða bara með kaffibolla […]
Bökuskelin sjálf Hlutföllin og hitastig eru lykilatriði, nógu mikið af köldu smjöri til að fá hana stökka og bragðgóða og síðan rétt magn af vökva til að halda henni saman. Til að fá bökuskelina stökka er atriði að mylja smjörið ekki of smátt í hveitið. Smjörklumparnir eiga að vera eins og smáar baunir að stærð og […]
Nú eru námskeiðin að hefjast hjá okkur aftur eftir jólafrí sem var heldur langt að okkar mati. Við notuðum tímann vel og margar uppskriftir urðu til. Hér kemur ein dásamleg eplakaka fyrir helgina. Við erum alltaf veik fyrir eplakökum hér í Salt Eldhúsi sérstaklega þessa dimmu vetrarmánuði. Lyktin af nýbakaðri eplaköku er engu lík og […]
Spagetti carbonara er einn af þeim réttum sem getur verið eins góður vel lagaður og vondur þegar illa tekst til. Ofsoðið pasta syndandi í rjómasósu er kannski minning einhverra um þennan fræga pastarétt en rétt lagaður er hann hreinn unaður. Við notum gjarnan pancetta ef það er fáanlegt en það er söltuð grísasíða, gott er […]