Paprikusúpa með svartbaunum

Þessa uppskrift að súpu fengum við á sínum tíma í Gestgjafanum í þætti um hollan mat sem Jóhanna Viggósdóttir var með. Súpan er reglulega á borðum hjá okkur en tekur gjarnan mið af því hvað er til í ísskápnum, hvaða laukur er til og samtíningur af grænmeti og er í sífelldri þróun. Okkur finnst skipta máli að saxa allt grænmetið svolítið smátt, þannig verður hún best. Þurrkaða basilikan, balsam-edikið  og appelsínan gefur henni svolítið óvenjulegt bragð.

2 msk. olía

2 rauðlaukar, saxaðir smátt

4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

2 tsk. þurrkuð basilika

¼ tsk. chilipipar

1 msk. tómatpúra

2 msk. balsamedik

2 gulrætur, skornar í  smáa bita

1 rauð paprika, skorin smátt

1 gul eða appelsínugul paprika, skorin smátt

1 líter vatn

safi úr 2 appelsínum eða 1 1/2  dl appelsínusafi með aldinkjöti

2 tsk. sjávarsalt

1 dós svartbaunir, safi sigtaður frá og skolaðar

nýmalaður pipar

 

Hitið olíu í rúmgóðum potti og steikið laukinn þar til hann fer að verða mjúkur. Bætið hvítlauk, basilkryddi og chilipipar út í og steikið saman stutta stund. Bætið tómatpúru, balsamediki, gulrótum og allri paprikunni í og steikið saman í 5-7 mín. Hellið nú vatni og appelsínusafa út í, stráið salti í pottinn, látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið súpuna sjóða með lok á pottinum í 10 mín. bætið svartbaunum út í og látið malla áfram í 5 mín, eða þar til baunirnar eru heitar. Malið vel af pipar yfir og smakkið til, e.t.v. má bæta örlitlu hunangi í súpuna til að fá jafnvægi á hana, appelsínur eru missætar og það er tómatpúra líka. Saltið líka eftir smekk. Súpan er fyrir 4-6.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s