16 stk.
Snúðadeig:
550 + 50 g hveiti
70 g sykur
1 tsk. sjávarsalt
2 tsk. þurrger
2 dl mjólk
3 egg stærð M/L
150 g smjör, mjúkt
Setjið 550 g hveiti, sykur og salt í hrærivélaskál, blandið saman. Stráið þurrgeri og salti í og blandið saman við. Hitið mjólkina vel volga. Bætið eggjum í mjólkina og pískið saman. Passið að blandan sé fingurvolg (37°C). Hellið mjólkurblöndunni út í hveitið og setjið hrærivélina á rólegan hraða, notið hnoðarann, hnoðið vel saman eða í um 8 mín. Bætið nú smjörinu í, smátt og smátt, góða klípu í einu. Látið vélina ganga þar til smjörið er komið vel saman við. Bætið þá 50 g af hveiti í og hnoðið í aðrar 8 mín eða þar til deigið er samfellt í kúlu og sleppir skálinni. Látið hefast undir klút í klukkutíma.
Hrærið smjörblönduna saman. Skiptið deiginu í tvo hluta og dustið hveiti á borðið.
Takið annan hlutann og fletjið út í ferning ca. 45×60. Smyrjið helmingnum af kanelsmjörinu á helminginn af deiginu eftir lengri hliðinni og leggið hinn helminginn yfir. Skerið í jafna hluta og rúllið upp í snúða. Raðið í múffuform eða ofnskúffu sem er 40×30. Passið að hafa gott bil á milli því snúðarnir stækka mikið. Farið eins að við hinn helminginn af deiginu. Látið eftirhefast í a.m.k. 30 -60 mín. Hitið ofninn í 190°C og bakið í 15 mín. Setjið glassúr eða stráið flórsykri yfir.
Smjörblanda:
150 g vel mjúkt smjör
150 g púðursykur
1 tsk. kanell
1 tsk. malaðar kardimommur
Setjið allt í skál og hrærið vel saman.
Glassúr:
150 g flórsykur
sítrónu eða appelsínusafi ásamt örlitlu vatni
Sigtið flórsykurinn í skál og hrærið vökva saman við þar til hæfilegri þykkt er náð.
