Drottningin af Saba

Margir hafa fylgst með þáttunum um Juliu Child á sjónvarpi símans. Þættirnir eru mjög skemmtilegir og gaman að fylgjast með hvernig matreiðsluþættir urðu að veruleika í bandarísku sjónvarpi. Í fyrsta þættinum bakaði Julia þessa frönsku súkkulaðiköku sem heitir “Drottningin af Saba” fyrir starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar sem var ekki sannfært um að matreiðsluþættir ættu erindi í sjónvarpið. Ég stóðst ekki mátið og bakaði þessa köku og hún er alveg dásamlega góð. Nafnið er flott, Frakkar eiga það til að skíra bæði kökur og fleira með flottum nöfnum og þessi fallega kaka á alveg skilið að heita í höfuð á glæsilegri drottningu. Kakan er súkkulaðikaka með stóru S-i og er eins góð og súkkulaðið sem fer í hana.

3 eggjahvítur

örlítið salt

1 msk. sykur

120 g 70% súkkulaði, brætt í vatnsbaði

150 g sykur

3 eggjarauður

2 msk. sterkt kaffi

120 g smjör, mjúkt

30 g möndlumjöl

60 g hveiti

1/4 tsk. möndludropar

Hitið ofninn á 180°C á blástur. Setjið súkkulaði í skál og bræðið á vægum hita yfir vatnsbaði. Þeytið eggjahvítur í hrærivél ásamt salti og 1 msk sykri þar til þær eru stífar. Setjið eggjahvíturnar í skál og leggið til hliðar.

Setjið smjör og sykur (óþarfi að þvo hrærivélaskálina) í skálina og hrærið mjög vel saman, bætið eggjarauðum í og hrærið áfram í nokkrar mínútur, gott er að skafa meðfram með sleikju nokkrum sinnum svo allt blandist vel saman. Bætið kaffi í og hrærið eina mínútu áfram. Blandið möndlumjöli og hveiti saman í skál. Bætið nú súkkulaðinu út í smjörhræruna ásamt möndludropum. Því næst hveitiblöndunni og blandið saman við með sleikju. Þá er komin tími á að bæta eggjahvítum varlega út í með sleikju.

Setjið bökunarpappír á botninn á 22cm smelluformi. Hellið deiginu í formið og bakið í 20 mín, eða 18-22 mín. Það er erfitt að gefa nákvæman bökunartíma því ofnar eru misjafnir. Kakan á ekki að vera ofbökuð heldur blaut og mjúk. Í minni fyrstu tilraun bakaði ég hana í 18 mín og var hún ekki alveg nógu vel bökuð þannig að í næstu bakaði ég hana í 22 mín og hún varð fullkomin. Ofnar eru misjafnir og þarf kannski eina til tvær tilraunir til að fá fullkomin bökunartíma á hana. Það er alveg þess virði því kakan er best passlega bökuð. Kælið kökuna og setjið á tertudisk. Smyrjið súkkulaðinu yfir og meðfram hliðunum. Skreytið með möndlum (ég ristaði þær stutta stund til að fá meira bragð af þeim).

Ofan á:

60 g 70% súkkulaði

2 msk maple-síróp

60 g smjör

20 möndlur

Bræðið súkkulaðið ásamt sírópinu í vatnsbaði. Takið af hitanum og þeytið smjörið út í í þrem atrenum. Smyrjið yfir kökuna. Skreytið með möndlum.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s