Sósur

Góð steik þarf góða sósu. Hér eru tvær góðar, rauðvínssósa sem er klassíker og góð með öllu kjöti og bláberjasósa sem er góð með lambasteik eða villibráð. Það er list að gera góða sósu enda erum við í Salt Eldhúsi með námskeið í sósugerð nokkrum sinnum á ári. Þessar uppskriftir hér að neðan eru grunnur en síðan er gott að hafa balsamedic-gljáa, sítrónu- eða límónusafa eða gott edik og nýmalaðan pipar við hendina til að smakka til í restina. Sýra dregur gjarnan fram og sameinar bragðtegundirnar í sósunni. Þegar þú hefur gert sósu og kannt að smakka hana til með því sem er við hendina eða úr ísskápnum ertu búin að ná ansi langt í matargerðinni.

Rauðvínssósa

3 msk. smjör

2 sneiðar beikon, saxað

3 litlir skalotlaukar, má líka nota ½ lauk, saxað

6 sveppir, skornir í bita

1 tsk. tómatpúra

ein timiangrein eða ½ tsk. timian

2 lárviðarlauf

4 dl rauðvín

4 dl gott nautasoð

sósujafnari eftir smekk

30 g smjör í bitum

Bræðið smjör í potti og steikið beikon, lauk og sveppi í þar til allt er brúnað og ilmandi, það skiptir máli að brúna vel svo kraftur komi í sósuna. Bætið tómatpúru út í ásamt timian  og lárviðarlaufi og steikið í 1 mínútu. Bætið þá rauðvíni út í og sjóðið niður (ekki lok) þar til magn hefur minnkað up helming, þetta er oft kallað að sjóða niður um helming. Hellið nautasoði út í og látið sósuna sjóða góða stund í viðbót. Sigtið, þykkið eftir smekk með sósujafnara og smakkið til með salti, nýmöluðum pipar og því sem ykkur finnst gott, sjá texta að ofan. Takið sósuna af hitanum og bætið smjöri úr í einum bita í einu og hrærið í á meðan, ekki láta sósuna sjóða eftir að smjörið er komið í. 

Bláberjasósa

1 msk. olía og 1 msk. smjör

½ laukur eða 2 litlir skalotlaukar, saxaðir fínt 

½ tsk. timian

1 ½ dl púrtín, dökkt

1 dl frosin bláber eða 2 msk. bláberjasulta

3 dl gott lambasoð

1 msk. balsamic-gljái

sósuþykkir eftir smekk

20 g smjör í bitum

Svitið lauk og timian í blöndu af olíu og smjöri í nokkrar mínútur. Bætið púrtvíni og bláberjum út í og sjóðið niður þar til 1/3 er eftir. Bætið þá soði út í og sjóðið niður um helming. Smakkið til með balsamic- gljáa og þykkið eftir smekk. Saltið og piprið eftir smekk. Takið sósuna af hitanum og bætið smjöri úr í einum bita í einu og hrærið í á meðan, ekki láta sósuna sjóða eftir að smjörið er komið í. 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s