Granóla

Heimalagað er alltaf best og það á sannarlega við um granóla. Sætt með hunangi og ávöxtum og hægt að breyta og bæta á alla vegu eftir smekk.

1 stór krukka 

200 g gróft haframjöl, ég nota Íslenskt, grófvalsað

100 g kasjúhnetur, saxaðar mjög gróft 

25 g graskersfræ 

25 g sesamfræ 

6 msk. hunang 

1 dl sjóðandi vatn 

2 msk. mild olía 

100 g döðlur, vigt án steina, skornar í bita 

Hitið ofninn í 160°C. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Setjið haframjöl, hnetur og fræ í skúffuna og blandið saman. Blandið hunangi, vatni og olíu í skál og hellið síðan yfir mjölið, blandið vel saman. Bakið þetta í 30-40 mínútur og hrærið í a.m.k. 4 sinnum á tímabilinu svo blandan bakist jafnt. Bætið döðlum með í síðustu 15 mínúturnar. Látið kólna alveg og setjið síðan í krukku. 

Hér má breyta og bæta, blanda rúsínum eða þurrkuðum trönuberjum í líka. Dökkir súkkulaðibitar passa vel (setja þá í þegar blandan er orðin köld) og síðan má breyta til í hnetum eða möndlum og bæta við fræjum, eins og sólblómafræjum eða hvað annað sem ykkur þykir gott.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s